TENERIFE

Paradís vandlátra

Tenerife er sannkölluð paradís fyrir vandláta. Eyjan tilheyrir Kanaríeyjaklasanum en nýtur afgerandi sérstöðu fyrir einstakt náttúrufar og veðursæld, hreinleika og frábæran aðbúnað.

Undraheimur á Kanaríeyjum!

Blómaeyjan Tenerife er stærst af sjö eyjum Kanaríeyja og er staðsett á milli Gran Canaria, La Gomera og La Palma. Eyjan er rétt um 300 km frá ströndum Afríku og 1.300 km frá meginlandi Spánar. Hún er um 2.000 km2, skringilega þríhyrnd í laginu og á eynni miðri rís hið tignarlega Pico del Teide 3.718 metra upp úr Atlantshafinu - hæsta fjall Spánar.

Santa Cruz er höfuðborg Tenerife og næstfjölmennasta borg Kanaríeyja með rúmlega 200.000 íbúa. Borgin skartar miklum gróðri og iðar af mannlífi. Skemmtilegt er að eyða dagsstund og labba um borgina, versla í einum af mörgum verslunarmiðstöðvum þar eða njóta umhverfisins

Sól og sumar allt árið!

Áfangastaðir okkar á Tenerife eru vinsælustu ferðamannabæir eyjarinnar, Playa de las Americas og Costa Adeje, syðst á eynni. Þar standa glæsileg hótel meðfram 8 km langri strandlengjunni með útsýni yfir fagurblátt hafið til suðurs og eyjuna La Gomera í suðvestri.

Á Tenerife er jafnt veðurfar allan ársins hring. Meðalhiti er 20-22 gráður, á svalari dögum fer hitinn vart undir 15 stig og sjaldan yfir 30 gráður. Vegna fjallanna er loftslagið mismunandi á norður- og suðurhlutanum, sól og blíða á sunnanverðri eyjunni þar sem flestir ferðamenn eru en oftar skýjað fyrir norðan.

Eins og á öllum okkar áfangastöðum bjóðum við stórglæsilega gistingu á Tenerife. Hægt er að velja um snyrtilegar íbúðir, góð hótel eða 5 stjörnu lúxushótel - og auðvitað á verði sem enginn keppir við.

Veðurfar á Norðurhluta

Á norðurhluta eyjunnar er veðurfarið heldur ólíkara en því sem er á suðurhlutanum, þar sem þurrara og sólríkara loftslag ríkir árið um kring. Þar er að finna mildara og að margra mati þægilegra loftslag, þar sem meðalhiti er í kringum 22 gráður á daginn yfir vetrar-mánuðina, en það er heldur heitara á sumrin. Á norðurhlutanum rignir oftar en í suðrinu og minnir veðurfarið einna helst á Miðjarðarhafsloftslag að vori til. Mjög gróðursælt er á þessu svæði, enda er þar mikil banana- og vínberjaræktun allt árið um kring.

Frábær afþreying og iðandi næturlíf!

 

Á daginn er nóg að gerast fyrir unga jafnt sem aldna. Stærsta go-kart braut Evrópu er á Tenerife, splunkunýr og stórglæsilegur vatnsrennibrautargarður Siam Park, Aqualand með sundlaugarennibrautir fyrir alla fjölskylduna og stórskemmtilega höfrungasýningu, Loro Parque dýragarðurinn sem m.a. hýsir eitt stærsta safn heims af páfagaukum og mörgæsum, auk um 50 lunda úr Vestmannaeyjum, "fiskabúr" með yfir 3.000 tegundum sjávardýra, og svo auðvitað öll helstu villidýr Afríku. Á ströndinni eru allar vatnaíþróttir í boði - sjóskíði, bananabátar, siglingar og köfun. Svo er hægt að gera sérlega góð kaup í verslunarmiðstöðvunum.

Á kvöldin má njóta margvíslegrar afþreyingar í iðandi næturlífi. Fjöldinn allur af fyrsta flokks veitingastöðum gefur fólki tækifæri á að borða góðan mat á sanngjörnu verði og þegar líða tekur á kvöldið er hægt að skoða hina miklu flóru af börum og næturklúbbum sem eru opnir fram undir morgun og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem þeir sækjast eftir dúndrandi stuði á klúbbunum eða rólegri stemningu á börum.

Tenerife North

Norður-Tenerife

Blómaeyjan Tenerife hefur svo sannarlega uppá mikið að bjóða enda þekkt fyrir miklar andstæður, bæði hvað varðar landslag, gróður og veðurfar. Í vetur ætlum við að bjóða upp á 2 nýja áfangastaði, borgirnar Puerto de la Cruz og höfuðborgina sjálfa Santa Cruz de Tenerife. Þessar borgir státa báðar af mikilli sögu, skemmtilegum arkitektúr, fallegum görðum og stórbrotnu mannlífi sem einkennir eyjuna.

Puerto de la Cruz

Tenerife North 3

Puerto de la Cruz er staðsett á norðurhluta eyjunnar og er einna þekktust fyrir að hýsa einn glæsilegasta dýragarð Evrópu, Loro Parque. Þessi einstaka borg hefur verið heimsótt af ferðalöngum frá Evrópu síðan 1890, og er fyrsti sumarleyfisdvalarstaður Kanaríeyjanna. Borgin hefur yfir sér rólegt yfirbragð, þar sem gamli og nýji tíminn mætast á mjög sjarmerandi hátt. Gamli bærinn státar af afar fallegum gömlum byggingum og er höfnin þar í lykilhlutverki, enda þjónaði hún La Orotava dalnum í nokkur hundruð ár með vínútflutningi frá eyjunni. Við sjávarsíðuna er svo að finna afar fallegan sundlauga- og lystigarð, Lago Martiánes, sem hannaður var af einum fremsta arkitekt eyjanna, César Manrique og þjónar borginni sem einskonar strandgarður, því fáar strendur eru við borgina. Í Puerto de la Cruz er einnig að finna mikið af skemmtilegum verslunum, stærsta verslunarmiðstöð eyjunnar er rétt fyrir utan bæinn og einnig elsti skrúðgarðurinn (Botanical Garden) á Tenerife. Fallegar göngugötur, torg og garðar toppa svo þessa fallegu borg. Einnig er mikið úrval af glæsilegum veitingastöðum, börum og kaffihúsum bæði í gamla bænum og í næsta nágrenni við hann.

Santa Cruz de Tenerife.

Santa Cruz er höfuðborg Tenerife og staðsett á norð-austur hluta eyjunnar, undir fjöllum Anaga tangans. Þetta er glaðleg heimsborg, full af orku og persónuleika íbúa eyjunnar, staðsett við sjávarsíðuna og með mikið af áhugaverðum stöðum að skoða. Í borginni, sem er samvaxin La Laguna, búa yfir 400 þúsund manns. Borgin hentar vel til gönguferða, er þakin fallegum görðum, flottum verslunargötum og býður uppá alla þá kosti, sem stórar heimsborgir státa af. Hér er að finna mjög áhugaverðan byggingarstíl gömlu tímanna, samofin nýjum stefnum og straumum arkitektúrs 21 aldarinnar, enda eina borgin á Spáni sem státar af jafnmörgum nútíma byggingum á einu svæði. Menningarlíf borgarinnar er talið einstakt, enda mikið af áhugaverðum söfnum og listsýningum á heimsmælikvarða og fyrir tónlistarunnendur er hér að finna eina bestu sinfóníuhljómsveit Evrópu. Borgin er byggð upp við fallegar breiðgötur, kallaðar “Ramblas”. Borgin býður uppá skemmtilegt andrúmsloft, sem er bæði róandi og seiðandi, án þess að missa hið skemmtilega yfirbragð heimsborgar af þessari stærð. Hér er að finna frábærar verslanir, verslunarmiðstöðvar, veitingahús og kaffihús. Í næsta nágrenni er einnig stærsta og glæsilegasta strönd eyjunnar “Las Teresitas” og í aðeins 15 mínútna sporvagna ferð ertu kominn til hinnar þekktu fyrrverandi höfuðborgar Tenerife, La Laguna, en sú borg er yfir 500 ára gömul og komin á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna fyrir einstaka sögu og fallegar byggingar. Þessi stórborg lætur engan ósnortinn!

Veðurfar

Tenerife North

Á norðurhluta eyjunnar er veðurfarið heldur ólíkara en því sem er á suðurhlutanum, þar sem þurrara og sólríkara loftslag ríkir árið um kring. Hér er að finna mildara og að margra mati þægilegra loftslag, þar sem meðalhiti er í kringum 22 gráður yfir vetrar-mánuðina, en það er heldur heitara á sumrin. Á norðurhlutanum rignir oftar en í suðrinu og minnir veðurfarið einna helst á Miðjarðarhafsloftslag að vori til. Mjög gróðursælt er á þessu svæði, enda er þar mikil banana- og vínberjaræktun allt árið um kring.

Þaulvanir fararstjórar!

Þaulvanir fararstjórar Sumarferða taka á móti ykkur á flugvellinum og keyra ykkur á hótel og verða ykkur innan handar ef ykkur vanhagar um eitthvað. Hlutverk þeirra er að hjálpa þér og þínum að eiga ógleymanlega ferð með óvenjulegum og skemmtilegum skoðunarferðum. Við hvetjum ykkur til að skoða frekari upplýsingar um Tenerife á vefsíðunum hérna fyrir neðan.

Almennar upplýsingar

www.webtenerife.com
www.tenerifeselect.com
www.auditoriodetenerife.com

Upplýsingar um Golf

www.tenerifegolf.es

Fylgdu Tenerife spjaldinu okkar á Pinterest.

Powered by ODIN