Playa de las Americas

Hótel Tigotan Lovers and Friends er gott 4ra stjörnu hótel staðsett í hjarta Playa de las Americas og í göngufjarlægð frá strönd og iðandi mannlífi. Hótelgarðurinn og umhverfi var endurnýjað árið 2016. Mjög fínn sundlaugargarður með góðri sólbaðsaðstöðu og afþreying er í boði. Þetta hótel er eingöngu fyrir 18 ára og eldri. 

GISTING 

Herbergin eru einföld og snyrtileg. Þau eru öll loftkæld með síma, útvarpi, sjónvarpi og baðherbergi með baðkari eða sturtu. Gestir geta leigt ísskáp og öryggishólf. Öllum herbergjum fylgja svalir eða verönd. 

AÐSTAÐA

Sundlaugagarðurinn er þægilegur með góðri sólbaðsaðstöð. Á þakinu er sundlaug með nuddpotti og sólbaðsaðstaða þar sem hægt er að sóla sig í dásamlegu útsýni. Handklæðaþjónusta er við sundlaugina. Nuddpottur og líkamsræktaraðstaða fyrir þá sem vilja halda sér í formi. Á hótelinu er þjónusta á borð við hárgreiðslustofa, þvottaaðstaða, stjónvarpsstofa og fleira. Gestir hafa aðgang að þráðlausu interneti á hótelinu.

AFÞREYING 

Gestir geta lokið deginum með hinum ýmsu skemmtikröftum sem troða upp á hótelinu. 

VEITINGASTAÐIR

Gestir hótelsins eru í hálfu fæði og fá því morgunmat og kvöldverð á veitingastaðnum Areca Restaurant, þar er borinn fram gómsætur og fjölbreyttur matur í formi hlaðborðs. Á hótelinu er einnig veitingastaðurinn Santa Rosa Grill og tveir barir, þar af annar í sundlaugagarðinum. 

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett í Playa de las Americas í göngufjarlægð frá strönd. Um 15 mínútna gangur er niður í miðbæinn. 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL TIGOTAN

Hálft fæði

Útisundlaug 

Sólbaðsaðstaða 

Sundlaugarbar 

Nuddpottur 

Sundlaug með útsýni 

Skemmtidagskrá 

Handklæðaþjónusta

Líkamsrækt 

Heilsulind 

Sjónvarpsstofa 

Þvottahús

Hárgreiðslustofa

Areca Restaurant 

Santa Rosa Grill

Loftkæling

Sími

Svalir 

ATH

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundið. 

Upplýsingar

Playa del las Americas Tenerife Spain

Kort