Lloret de Mar

<p>Trimar er mjög vel staðsett íbúðarhótel aðeins um 400 metra frá Lloret de Mar ströndinni og um 150 metra frá miðbænum.  Nýlegar og fallegar íbúðir á besta stað á Lloret de Mar með góðu úrvali af verslunum, börum og veitingastöðum í næsta nágrenni. Fallegur en lítill sundlaugagarður með ágætis sólbaðsaðstöðu og lítilli sundlaug. Snakkbar er í garðinum en aðeins opinn í júlí og ágúst.  Íbúðirnar eru rúmgóðar með einu eða tveimur svefnherbergjum og eru mjög vel útbúnar. Allar íbúðirnar eru með loftkælingu, sjónvarpi, síma og öryggishólfi (gegn gjaldi). Eldhúsið er vel búið með ísskáp, eldavél, örbylgjuofni og te og kaffivél. Greiða þarf tryggingargjald 50 evrur á mann við komu og fæst það endurgreitt við brottför, reynist allt óskemmt. Hótelið var byggt árið 2009 og eru íbúðirnar um 57 talsins. Gestamóttakan  er opin allan sólarhringinn.<p>

 

 

Upplýsingar

JOAN BAUTISTA LAMBERT 18 Lloret de Mar, 17310 Spain

Kort