Lloret de Mar

Evenia Olympic Garden er gott 4 stjörnu hótel, staðsett í rólegum hluta Lloret de Mar og steinsnar frá miðbænum með næturlífi, börum og verslunum. Tilvalið hótel fyrir fjölskyldur sem og pör og vini. Á hótelinu er allt innifalið. ATH að enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

GISTING 

Herbergin á Evenia Olympic Garden eru rúmgóð og fallega hönnuð. Öll herbergin eru með svölum, sjónvarpi, loftkælingu, öryggishólfi, síma og ískápi. Góð baðherbergi með sturtu og/eða baðkari, hárþurrku og baðvörum. Hægt er að velja um tvíbýli og fjölskylduherbergi.

AÐSTAÐA

Hótelið er sérsniðið fyrir fjölskyldur og býður uppá fallega garða (yfir 30.000 m2) og mikið líf og fjör fyrir alla aldurshópa. Skemmtilegur og gróðursæll garður með sundlaugum og rennibrautum fyrir yngstu kynslóðina. Á hótelinu er þægileg og vel útbúin heilsulind þar sem er m.a. að finna nuddpott, gufubað og heilsurækt en greiða þarf sérstaklega inná það svæði. Þar er boðið uppá nudd og ýmsar meðferðir. Gestir geta fengið aðgang að þráðlausu interneti gegn vægu gjaldi. 

AFÞREYING

Í garðinum má finna skemmtilegann vatnagarð fyrir yngri kynslóðina en þó ekkert sem bannar þeim eldri að njóta sín en garðurinn er opinn frá 11:00-17:00. Gestir geta notið sín í heilsulind hótelsins og valið um margskonar meðferðir. Einnig er nóg um að vera á ströndinni í Lloret de Mar.

VEITINGASTAÐIR

Á hótelinu er allt innifalið og fyrir morgun-, hádegis- og kvöldverð er hlaðborð. Einnig er snarl bar sem nýtist vel á milli mála.

FYRIR BÖRNIN 

Frábær vatnagarður fyrir minnstu krakkana ásamt rennibrautum fyrir eldri krakkana.

STAÐSETNING

Hótelið er vel staðsett rétt við miðbæ Lloret de mar. Mjög stutt í alla þjónustu, veitingastaði og skemmtistaði. Um klukkustund og 30 min tekur að aka frá flugvellinum í Barcelona og á hótelið.

AÐBÚNAÐUR Á HÓTEL EVENIA OLYMPIC GARDEN

Útisundlaug 

Vatnsrennibrautagarður

Sólbaðsaðstaða

Hlaðborðsveitingastaður 

Bar

Snarlbar

Allt innifalið

Líkamsrækt

Heilsulind

Loftkæling

Svalir

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

ATH: Sérstakur gistiskattur er á allar hótelgistingar í Katalóníu. Farþegar þurfa að greiða þetta gjald beint til hótelsins við komu. Enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

Upplýsingar

Señora De Rossell S/n, Lloret de Mar, 17310 Spain

Kort