Tossa de Mar

Gran Hotel Reymar er glæsilegt  4 stjörnu hótel, staðsett í bænum Tossa de Mar við Costa Brava ströndina.
Hótelið er staðsett við ströndina og er einstaklega fallegt útsýni í allar áttir. Eingöngu tekur um 2 mínútur að fara niður á ströndina sjálfa.
Sundlaugargarðurinn er fallegur með  sundlaug, heitum potti, bar og góðri aðstöðu til að flatmaga í sólinni. 
Veitingastaðurinn á hótelinu er með útsýni yfir hafið. 
Á hótelinu er heilsulind þar sem hægt er að fá ýmiskonar þjónustu fyrir þá sem það kjósa. Morgunverður er af hlaðborði en hádegis og kvöldmatur er af matseðli.
Herbergin eru fallega innréttuð útbúin helstu þægindum. Sími, sjónvarp, loftkælingu, minibar og öryggishólfi. Wi-Fi á hótelinu. Þess má geta að ekki eru svalir á einbýlum.

ATH:   
Frá1 nóvember 2012 var settur sérstakur gistiskattur á allar hótelgistingar í Katalóníu.  Farþegar þurfa að greiða þetta gjald beint til hótelsins.  
Fyrir 5 stjörnu hótel er gjaldið EUR 2,25 á mann á dag
Fyrir 4 stjörnu hótel er gjaldið EUR 0.90 á mann á dag
Fyrir 2 og 3 stjörnu hótel er gjaldið EUR 0.45 á mann á dag
eingöngu er greitt fyrir fyrstu 7 næturnar og ekki þarf að borga fyrir börn yngri en 16 ára.

Upplýsingar

Playa Mar Menuda, s/n 17320 Tossa de Mar Gerona España ATH: Greiða þarf gistiskatt 1 EUR á mann á dag beint til hótelsins.
Sjá vefsíðu

Kort