Lloret de Mar

Hótel Plaza Paris er gamalt hótel sem var algjörlega endurnýjað árið 2010. Hótelið er staðsett í miðbæ Lloret de Mar og 300 metrum frá ströndinni. Þetta hótel er fallega innréttað með bar, setuaðstöðu, spa og líkamsræktaraðstöðu.Sundlaugargarðurinn er fallega hannaður með lítilli sundlaug og nuddpottum. Hægt er að velja um  morgunverð, hálft fæði, fullt fæði eða allt innifalið. Herbergin eru rúmgóð með loftkælingu og útbúin helstu þægindum, rúmgott baðherbergi en litlar svalir. Hægt er að leigja ísskáp og öryggishólf og kostar það 4 EUR pr dag eða 20 EUR fyrir vikuna. Wi Fi án endugjalds. 


ATH:   
Frá1 nóvember 2012 var settur sérstakur gistiskattur á allar hótelgistingar í Katalóníu.  Farþegar þurfa að greiða þetta gjald beint til hótelsins.  
Fyrir 5 stjörnu hótel er gjaldið EUR 2,25 á mann á dag
Fyrir 4 stjörnu hótel er gjaldið EUR 0.90 á mann á dag
Fyrir 2 og 3 stjörnu hótel er gjaldið EUR 0.45 á mann á dag
eingöngu er greitt fyrir fyrstu 7 næturnar og ekki þarf að borga fyrir börn yngri en 16 ára.

Upplýsingar

Placa Paris 5 17310 Lloret , Costa Brava Ath: Greiða þarf gistiskatt 1 EUR á mann á dag beint til hótelsins
Sjá vefsíðu

Kort