Puerto de la Cruz

Hotel Botanico er það eina sem státar af 5 stjörnu Grand Lux, eins og við köllum það. Hótelið er staðsett rétt fyrir ofan miðbæ Puerto de la Cruz á norðurhluta Tenerife, umkringt ótrúlega fallegum lystigarði og laugum. Fallegar göngugötur, torg og garðar toppa svo þessa fallegu borg.  Einnig er mikið úrval af glæsilegum veitingastöðum, börum og kaffihúsum bæði í gamla bænum og í næsta nágrenni við hann. Fjallasýnin frá Hotel Botanico er stórkostleg og upprunaleg listaverk klæða veggi herbergja og ganga þessa fallega hótels. Þetta er einstakt hótel, enda margverðlaunað og komið á lista „Leading hotels of the world“. 

GISTING 

Hægt er að velja um fjölskylduherbergi, Junior svítur, tvíbýli eða tvíbýli deluxe og eru öll herbergin staðsett á fimm hæðum. Herbergin og svíturnar eru fallega hönnuð í klassískum stíl og búin öllum helstu þægindum. Útsýni er annað hvort yfir borgina, garðinn, fjallið Teide eða Heilsulind hótelsins. Á öllum herbergjum eru svalir eða veröld og glæsileg baðherbergi með baðslopp. Frítt internet er á öllum herbergjum. 

AÐSTAÐA 

Fjallasýnin frá Hotel Botanico er stórkosleg og í garðinum eru þrjár fallegar sundlaugar og góð aðstaða til sólbaða. Í sundlaugagarðinum er hið marg - verðlaunaða „The Oriental Spa Garden“, sem tilheyrir hótelinu og er innifalið í verðinu. Þykir það eitt allra besta SPA á Tenerife. Alla auka þjónustu verður þó að greiða fyrir, svo sem nudd og aðrar meðferðir. SPA-ið er eingöngu fyrir fullorða. Á hótelinu er tennisvöllur sem gestir geta bókað sér að kostnaðarlausu. 

AFÞREYING 

Á hótelbarnum er reglulega lifandi tónlist eða skemmtikraftar og stutt er í alla þá fjölbreyttu afþreyingu sem Tenerife hefur upp á að bjóða. Hótelið býður gestum upp á púttvöll án endurgjalds. 

VEITINGASTAÐIR 

Hágæða veitingastaður og barir eru í sundlaugagarðinum. La Parrilla veitingastaðurinn framreiðir ekta spænskan mat og er með mjög gott úrval af vínum, Il Papagillo er ítalskur veitingastaður með frábæru útsýni og á Palmera real geta gestir snætt hádegisverð í fallegum garðinum. Á hótelinu er einnig asískur veitingastaður og ótal barir. 

FYRIR BÖRNIN 

Á sumrin er sérstaklega mikið um að vera fyrir krakka á Hotel Botanico en þá er Ævintýraskóli Botanico starfandi í samstarfi við Loro Parque garðinn og er í boði fyrir alla krakka á aldrinum 4 - 12. Börnin fá að kynnast allskonar dýrum og ræða við dýralækna, dýraþjálfa og fá tækifæri til þess að læra af leiknum. 

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett rétt fyrir ofan miðbæ Puerto de la Cruz á Tenerife. Hótelið er mjög stutt frá Loro Parque garðinum. 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL BOTANICO 

Útisundlaugar 

Glæsileg heilsulind 

Svalir/verönd

Sjónvarp

Baðsloppur

Baðherbergi 

Miní-bar 

Sími 

Öryggishólf(gegn gjaldi) 

Frítt internet 

Tennisvöllur

Lifandi tónlist 

Skemmtikraftar

Barnaklúbbur(á sumrin)

ATH

Athugið að fararstjórar Tenerife eru staðsettir á suðurhluta eyjunnar en hægt er að ná í fararstjóra í þjónustusíma frá kl 10-16 og neyðarsíma allan sólarhringinn.

 
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Avda. Richard J. Yeoward - nº 1 C.P. 38400 Puerto de la Cruz Tenerife, España ·

Kort