Benidorm

Buenavista er einfalt 3ja stjörnu íbúðahótel á Levante ströndinni á Benidorm. Loftkældar íbúðirnar eru vel útbúnar, snyrtilegar og rúmgóðar. Á hótelinu er snyrtilegur sundlaugagarður með sólbaðsaðstöðu. Þetta er hótel án allra krúsídúlla, gott, einfalt og verð samkvæmt því. 

GISTING 

Íbúðirnar eru einfaldar en loftkældar og snyrtilegar. Þær eru nokkuð rúmgóðar með einu svefnherbergi. Í íbúðunum er eldhúskrókur með t.d. örbylgjuofn og brauðrist. Svalir eða verönd eru í hverri íbúð en ef löngun er í pásu frá sólinni, þá er íbúðin búin sjónvarpi sem gestir geta leigt aðgang að, gegn vægu gjaldi. Gestir geta leigt öryggishólf gegn gjaldi. Ef gist er lengur en viku er íbúðin þrifin. Gestir eru samt vinsamlegast beðnir um að fara út með ruslið. Gestir greiða tryggingargjald við komu. 

AÐSTAÐA 

Í garðinum er sundlaug og sólbaðsaðstaða fyrir gesti. Ef svo óheppilega vill til að skýjarhnoðri laumi sér fyrir sólina, þá er einnig innilaug og gufubað í húsinu, gestum til gamans og afslöppunar. Á hótelinu er þvottahús(gegn gjaldi). 

STAÐSETNING 

Buenavista er vel staðsett á Levante ströndinni í Rincón de Loix hverfið, rétt fyrir ofan Gemelos XXII.

AÐBÚNAÐUR Á BUENAVISTA 

Útisundlaugbuenavi

Sólbaðsaðstaða

Gufubað

Innilaug 

Nuddpottur

Loftkæling 

Kynding 

Íbúðir með einu svefnherbergi

Baðherbergi

Svalir 

Lítið eldhús 

Brauðrist

Örbylgjuofn

Kaffivél

Þráðlaust internet(gegn gjaldi)

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Sundlaugin verður lokuð vegna viðgerða þangað til í lok október.

Akstur:
Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og hótela á Benidorm á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þáttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með 7 daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

Upplýsingar

Cl. Ciudad Real 3 Benidorm Spain

Kort