Marmaris

Hotel Elegance er sérlega fallegt hótel við einkaströnd. Tvær sundlaugar eru við hótelið, önnur við ströndina en hin í glæsilegum garðinum. Á ströndinni er hægt að stunda alls konar vatnaíþróttir gegn gjaldi, svo sem köfun, sjóskíði og fleira. 

GISTING

Fallega innréttuð herbergi með minibar, öryggishólfi, vel búnu baðherbergi með baðkari, loftræstingu, sjónvarpi og WiFi. Hvert herbergi er mað setusvæði, sófa og svölum. 

AÐSTAÐA

Á hótelinu eru verslanir, hárgreiðslustofa og barnaleiksvæði. Í hótelgarðinum eru tvær sundlaugar undir pálmatrjám með fallegu útsýni. Þaðan er hægt að ganga út á einkaströnd hótelsins. 

Gestamóttakan er sérlega glæsileg innréttuð þar eru kaffihús, píanóbar og veitingastaður.

Á hótelinu er heilsulind þar sem hægt er að fá ýmsar meðferðir og mismunandi nudd. Þar er Hammam (tyrkneskt bað), sauna, nuddpottur og gufubað. 

Við einkaströndina, er stórkostlegt útsýni. Þar er hægt að njóta dagsins á viðarlagðri bryggju sem er sérstaklega útbúin til sólbaða fyrir gesti. 

Leikjaherbergi með PlayStaition, borðtennis og fleiri leikjum.

VEITINGASTAÐIR

Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, fjórir barir og eitt kaffihús.

Hlaðborðið er með miðjarðarhafs rétti með frábæru útsýni yfir marmaris. Einnig er a la carte veitingastaður sem hefur ýmsa rétti.

FYRIR BÖRNIN

Á hótelinu er leikjaherbergi með Play station, borðtennis og fleiru. Útivið er góður leikvöllur fyrir krakkana. Stutt í tvo flotta vatnsrennibrautargarða. 

AFÞREYING

Hægt er að læra köfun eða prófa aðrar skemmtilegar vantaíþróttir gegn litlu gjaldi, til dæmis jet ski, hraðbátur, bananabátur, kanó og margt fleira.
Á hverju kvöldi er skemmtidagskrá kl 21:30, við Chrisantheme Beach Bar. Sýningarnar eru af ýmsum toga. 
Í líkamsræktinni er starfsfólk til taks frá kl 8:00 - 20:00, þeir veita einkaþjálfun, bjóða upp á pilates og fleira. 

Hótelið er stutt frá Atlantis Suparki og Aqua dreem vatnsrennibrautargörðunum.  

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL ELEGANCE

Allt innifalið

Tvíbýli

Loftkæling

Sjónvarp

Sími

Öryggishólf

Svalir eða verönd

Wifi

Sundlaug

Sólbaðsaðstaða

Heilsulind

Líkamsrækt

Leiksvæði fyrir börnin

Skemmtidagskrá

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Marmaris Turkey

Kort