Marmaris

Grand Cettia er skemmtilegt 4 stjörnu fjölskylduhótel í Marmaris. Hótelið stendur í brekku og býður upp á fallegt útsýni. Um 15 min tekur að ganga á ströndina og á aðalgötuna í Marmaris. Á hótelinu er allt innifalið. Fín aðstaða í sundlaugagarðinum með rennibraut og leiktækjum fyrir börnin.

GISTING

Í boði eru hugguleg tvíbýli en þar má finna allt það helsta m.a. sjónvarp, minibar, öryggishólf, hárþurrku, baðherbergi, síma, loftkælingu, svalir og frítt wifi. 

AÐSTAÐA

Fínn sundlaugagarður með tveimur sundlaugum, rennibraut og lítil grunnlaug með vatnsleiktækjum fyrir börnin ásamt leiksvæði á þurru. Einnig er innisundlaug, líkamsrækt, nuddpottur innandyra og sauna. 

AFÞREYING

Nóg er um að vera á hótelinu og í kringum það. Hægt er að spila tennis, billiard, fótbolta, blak og strandblak, körfubolta, borðtennis og vídeoleiki. Einnig er skemmtidagskrá á hótelinu allan daginn þar sem starfsmenn sjá um að skemmta gestum með ýmsum uppákomum. Fyrir börnin er rennibraut í aðal sundlauginni, lítil grunnlaug með vatnsleiktækjum fyrir börnin og svo leiksvæði á þurru.

VEITINGASTAÐUR

My favorite bar - með úrval drykkja og er opinn frá morgni til kvölds.
Le Select - veitingastaður á fyrstu hæð hótelsins. Er aðal veitingastaðurinn á hótelinu, þar er hægt að fá morgun-, hádegis og kvöldverð. Setusvæði er bæði innivið og úti á verönd. 
Lighthouse fish restaurant - Með gott útsýni yfir sjóinn og sundlaugina, Al a carte veitingastaður með góða rétti.
Lost Time - Bar með útsýni yfir sundlaugina, góður staður til að slaka á.
Sherlock Holmes Pub - tilvalinn staður fyrir líflega kvöldstund, en þar er kareoke á kvöldin.
Ege Bar - er við sundlaugina, býður upp á úrval drykkja. Þar er einnig a la carte seðill og sum kvöld er hlaðborð. 
Cettia Café Patisserie - kaffihús með ýmis sætindi. 

FYRIR BÖRNIN

Rennibraut í aðal sundlauginni, lítil grunnlaug með vatnsleiktækjum fyrir börnin og svo leiksvæði á þurru. Krakkaklúbbur, mini disco. Einnig er hægt að óska eftir barnarúmi á herbergið. 

STAÐSETNING

Um 15 min tekur að ganga á ströndina og á aðalgötuna í Marmaris. Um 2 klukkustundir tekur að keyra frá Milas flugvelli og að hótelinu.

AÐBÚNAÐUR Á GRAND CETTIA

Allt innifalið

Tvíbýli

Loftkæling

Sjónvarp

Sími

Öryggishólf

Svalir eða verönd

Wifi

Sundlaug

Barnalaug

Sólbaðsaðstaða

Heilsulind

Líkamsrækt

Krakkaklúbbur

Skemmtidagskrá

Vatnsrennibrautir

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Sehit ahmet Benler Str. No 97 48700 Marmaris Turkey

Kort