Marmaris

Forum Residence er íbúðahótel vel staðsett við aðalgötuna í Marmaris. Hótelið er staðsett á þægilegum stað, ströndin er í göngufæri og stutt er að sækja alla þjónustu eins og verslanir og veitingastaði.

GISTING

Í boði eru íbúðir með einu svefnherbergi og tvíbýli. Í öllum tvíbýlum og íbúðum er loftkæling, svalir, baðherbergi, öryggishólf, hárþurrka og sjónvarp. Í íbúðunum er ísskápur og eldhús. Wifi er á öllu hótelinu og einnig er þvottaþjónusta.

AÐSTAÐA

Í garðinum er sundlaug ásamt barnalaug, leikvöllur fyrir börnin, veitingastaður og bar. Á hótelinu er þvottaþjónusta og herbergisþjónusta.

AFÞREYING

Leikvöllur fyrir börnin, skemmtiherbergi þar sem hægt er að spila leiki, búðir og billiard borð.

VEITINGASTAÐIR

Á hótelinu er veitingastaður, bar og ísbar.

FYRIR BÖRNIN 

Leikvöllur fyrir börnin og skemmtiherbergi þar sem hægt er að spila leiki.

STAÐSETNING 

Vel staðsett í aðalgötunni á Marmaris, stutt í ströndina, búðir á næsta horni og á hótelinu. Um 1 klukkustund og 40 min tekur að keyra frá Milas flugvelli til Marmaris.

AÐBÚNAÐUR Á FORUM RESIDENCE

Tvíbýli

Íbúð með einu svefnherbergi

Loftkæling

Sjónvarp

Sími

Öryggishólf

Svalir eða verönd

Wifi

Sundlaug

Barnalaug

Sólbaðsaðstaða

Krakkaklúbbur

Leikvöllur

Leikjaherbergi

Skemmtidagskrá

Þvottaþjónusta

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 
ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Kenan Evren Bulvari Sirinyer Mah. no 42 Marmaris Turkey

Kort