Santa Susana

Luna Park er mjög gott þriggja stjörnu hótel í Malgrat de Mar / Santa Susana. Hótelið er staðsett á  aðeins 400 metrum frá ströndinni og göngugötunni í Santa Susana en þar eru verslanir, veitingastaðir og barir. Santa Susana er rólegt og fallegt svæði á Costa Brava ströndinni og hentar vel fyrir þá sem vilja hafa það rólegt í fríinu sínu. Hótelið er með 3 sundlaugar og barnalaug í garðinum og leiktæki fyrir börnin. Barnaklúbbur er einnig á hótelinu og skemmtidagskrá er á kvöldin. Líkamsræktaraðstaða og heilsulind með nuddpottum og snyrtimeðferðum í boði. Vetingastaður, bar og snakkbar í garði hótelsins. Herbergin eru snyrtileg vel útbúin með helstu þægindum. Loftkæling er á öllum herbergjum, öryggishólf og Wi- Fi. Val er um morgunmat, hálft fæði, fullt fæði og allt innifalið.

ATH:   
Frá1 nóvember 2012 var settur sérstakur gistiskattur á allar hótelgistingar í Katalóníu.  Farþegar þurfa að greiða þetta gjald beint til hótelsins.  
Fyrir 5 stjörnu hótel er gjaldið EUR 2,25 á mann á dag
Fyrir 4 stjörnu hótel er gjaldið EUR 0.90 á mann á dag
Fyrir 2 og 3 stjörnu hótel er gjaldið EUR 0.45 á mann á dag
eingöngu er greitt fyrir fyrstu 7 næturnar og ekki þarf að borga fyrir börn yngri en 16 ára.

Upplýsingar

Avda.cristobal Colon, 12 - 08380 Malgrat De Mar, Costa Brava
Sjá vefsíðu

Kort