Funchal

Terrace Mar Suite er lítið snyrtilegt 4* hótel staðsett í bænum Funchal aðeins 500 metra frá sjónum.

GISTING

Herbergin eru ný uppgerð í nútímalegum stíl. Herbergin eru öll útbúin með loftkælingu, snjallsjónvarpi, sér baðherbergi, hárþurrku, öryggishólfi, handklæðum, fríu wi-fi, eldhúskrók með ísskáp, örbylgjuofni, borðbúnaði, hnífapörum og teketil. Hægt er að óska eftir brauðrist og kaffivél.


AÐSTAÐA

Á hótelinu er mjög fín aðstaða, á þaki hótelsins er sundlaug og góð sólbaðsaðstaða. Einnig er góð heilsulind með snyrtimeðferðum, nuddpotti og gufu.


VEITINGAR

Morgunverðarhlaðborð er á milli 7:30 og 10:00 alla daga.


FYRIR BÖRNIN

Engin skemmtidagsskrá er á hótelinu en á þaki hótelsins er sundlaug ásamt heitum potti þar sem börn geta notið þess að leika sér.


STAÐSETNING

Hótelið er staðsett í bænum Funchal, 500 metra frá sjónum. 20 mín ganga er í miðbæ Funchal, en um 500 metrar í göngugötu Lido 

AÐBÚNAÐUR Á Terrace Mar Suite

Þaksundlaug

SPA (gegn gjaldi)

Nudd- og fegurðarmeðferðir (gegn gjaldi)

Gufubað (gegn gjaldi)

Heitir Pottar

Wi-fi 

Þvottaaðstaða (gegn gjaldi)

Minibar (gegn gjaldi)

Eldhúskrókur

Ísskápur

Örbylgjuofn

Upplýsingar

Terrace Mar Suite Hotel Travessa do Valente nº 7 9000-082 Funchal

Kort