Santa Susana

Indalo Park er gott þriggja stjörnu hótel staðsett í miðbæ Santa Susana. 5 mínútna göngufjarlægð er á ströndina. Í Santa Susana er fjöldinn allur af börum, veitingastöðum og verslunum. Á hótelinu eru 2 sundlaugar og góð aðstaða til sólbaða með sólbekkjum og sólhlífum. Hlaðborðs veitingastaður auk A-la cart veitingastaðar, snakkbar og barnaklúbbur er á hótelinu. Skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna er á kvöldin. Herbergin eru vel búin með sjónvarpi og loftkælingu. Ísskáp og öryggishólf er hægt að fá á herbergin gegn gjaldi. Wifi er á hótelinu gegn gjaldi. Val er um hálft eða fullt fæði.

ATH:   
Frá1 nóvember 2012 var settur sérstakur gistiskattur á allar hótelgistingar í Katalóníu.  Farþegar þurfa að greiða þetta gjald beint til hótelsins.  
Fyrir 5 stjörnu hótel er gjaldið EUR 2,25 á mann á dag
Fyrir 4 stjörnu hótel er gjaldið EUR 0.90 á mann á dag
Fyrir 2 og 3 stjörnu hótel er gjaldið EUR 0.45 á mann á dag
eingöngu er greitt fyrir fyrstu 7 næturnar og ekki þarf að borga fyrir börn yngri en 16 ára.

Upplýsingar

Avenida del Mar, 19 08398 Santa Susanna,
Sjá vefsíðu

Kort