Santa Susana

Tahiti Playa er fjögurra stjörnu hótel staðsett í Santa Susana. Hótelið er vel staðsett í miðbæ Santa Susana, í göngufæri frá ströndinni. Fallegur sundlaugagarður með bekkjum og góðri sundlaug og barnalaug. Á hótelinu er bar og veitingastaður, lítil verslun og hárgreiðslustofa. Barnaklúbbur er á hótelinu ásamt míni diskó fyrir börnin á kvöldin, skemmtidagskrá er einnig fyrir fullorðna á daginn og kvöldin. Herbergin eru stílhrein og vel búin með minibar, öryggishólfi og flatskjásjónvarpi. Á baðherbergjum er hárþurrka. Wifi er á hótelinu gegn gjaldi. Val er um herbergi án fæðis, með morgunverði, hálfu eða fullu fæði.

ATH:
Frá1 nóvember 2012 var settur sérstakur gistiskattur á allar hótelgistingar í Katalóníu. Farþegar þurfa að greiða þetta gjald beint til hótelsins.
Fyrir 5 stjörnu hótel er gjaldið EUR 2,25 á mann á dag
Fyrir 4 stjörnu hótel er gjaldið EUR 0.90 á mann á dag
Fyrir 2 og 3 stjörnu hótel er gjaldið EUR 0.45 á mann á dag
eingöngu er greitt fyrir fyrstu 7 næturnar og ekki þarf að borga fyrir börn yngri en 16 ára.

Upplýsingar

Av. Pins, 79 08398 Malgrat de Mar Barcelona Spain
Sjá vefsíðu

Kort