Palmanova

Fergus Style Palmanova hentar sérstaklega vel pörum sem vilja stinga af í sólina. Þetta er skemmtilega hannað 4ra stjörnu hótel á Calvia ströndinni í hjarta Palma Nova. Á hótelinu eru tvær sundlaugar og góður garður. Vel hönnuð herbergi með öllum helstu þægindum. Hótelið er eingöngu fyrir 18 ára og eldri.

GISTING 

Björt og fallega hönnuð herbergi. Herbergin eru búin öllum helstu þægindum og á þeim má finna baðherbergi, flatskjá síma, míní-bar og öryggishólf. Á öllum herbergjum er loftræsting. 

AÐSTAÐA

Í garðinum eru tvær sundlaugar í minni kantinum og góð aðstaða til sólbaða. Falleg verönd í garðinum þar sem gestir geta setið og sötrað drykki af barnum. Frítt internet er í sameiginlegu rými á hótelinu. 

AFÞREYING

Á hótelinu er hjólaleiga og tilvalið er fyrir gesti að leigja sér hjól og kanna þessa fallegu eyju á hjóli. Hótelið er vel staðsett og stutt er í veitingastaði, bari og verslanir. Hótelið er í göngufæri við ströndina. 

VEITINGASTAÐUR 

Á hótelinu er veitingastaður sem framreiðir morgun- og kvöldverð í formi hlaðborðs. 

STAÐSETNING 

Hótelið er vel staðsett í hjarta Palmanova stutt frá ströndinni. Um 25 km eru í flugvöllinn. 

AÐBÚNAÐUR Á FERGUS STYLE PALMANOVA

Útisundlaug

Veitingastaður(Hlaðborð)

Bar

Frítt internet í sameiginlegu rými

Lyfta 

Baðkar 

Svalir 

Loftkæling/kynding

Öryggishólf(gegn gjaldi)

Flatskjár

Stutt í golfvöll

Sólarhringsmóttaka

Aðeins fyrir fullorðna

Hjólaleiga

Míní-Bar

Hárþurrka

Skápur

Snarlbar

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 
 
Ferðamenn á Mallorca greiða gistiskatt sem ekki er hluti af verði okkar og er innheimtur við innritun af hótelinu sjálfu. Hann er reiknaður á mann fyrir hverja nótt á gististaðnum. Upphæðin er breytileg eftir opinberri stjörnugjöf gististaðana.

Upplýsingar

Paseo Del Mar, 14 Palmanova Mallorca

Kort