Palmanova

Hotel H10 Punta Negra Boutique er gott 4ra stjörnu hótel er staðsett á hinni friðsælu Costa d‘en Blanes-strönd sem er á suðurhluta eyjunnar. Hótelið er staðett á einu af fallegustu svæðum Mallorca. Fallegt landsvæði í kringum hótelið og auðvelt að gleyma sér í umhverfinu.

GISTING

Tvíbýlin eru útbúin svefnsófa, ein-eða tvíbreiðum rúmum. baðslopp og inniskóm, hárþurrku, sjónvarpi, Wi-Fi, loftkælingu, öryggishólfi, Nespresso kaffivél og lítill ísskápur. Ducal svítan er útbúin sófa, ein- eða tvíbreiðum rúmum, útsýni út í garðinn, baðslopp og inniskóm, hárþurrku, sjónvarpi, Wi-Fi, loftkælingu, öryggishólfi, nespressó kaffivél, lítill ísskápur og fjölbreyttir margmiðlunarmöguleikar innbyggðir í svítunni með hágæða hljómtækjum.

AÐSTAÐA

Garður hótelsins er mjög fallegur. Þar eru þrjár útilaugar þar sem ein þeirra er barnalaug. Á hótelinu einnig er heilsulind með innilaug, heitum potti og gestir geta farið í nudd(gegn gjaldi). Frítt internet er í sameiginlegu rými hótelsins. 

VEITINGASTAÐUR 

Veitingastaður með fallegu útsýni er á staðnum auk bar með setustofu og kokteilbar þar sem gestir geta slakað á eftir langan dag. Á hótelinu er einnig snarlbar. 

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett á hinni friðsælu Costa d'en Blanes strönd. Það er golfvöllur aðeins 3 km frá hótelinu. Svæðið í kring er virkilega fallegt og stutt er í Portals höfnina, þar eru einnig verslanir og veitingastaðir. 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL H10 PUNTA NEGRA BOUTIQUE 

Útisundlaug

Barnalaug

Sólbaðsaðstaða

Frítt internet í sameiginlegri aðstöðu

Veitingastaður 

Bar 

Heilsulind 

Nudd

Gufubað

Svalir/verönd

Baðherbergi 

Sjónvarp 

Sólarhringsmóttaka

Innisundlaug

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.
 
Ferðamenn á Mallorca greiða gistiskatt sem ekki er hluti af verði okkar og er innheimtur við innritun af hótelinu sjálfu. Hann er reiknaður á mann fyrir hverja nótt á gististaðnum. Upphæðin er breytileg eftir opinberri stjörnugjöf gististaðana.

Upplýsingar

Kort