Benidorm

Port Benidorm er mjög fínt 4ra stjörnu hótel á Benidorm sem er hluti af Port hotels keðjunni. Á hótelinu er mikið lagt upp úr þægindum gesta og er þar góð kynding og loftkæling. Stutt er á Levante ströndina og 20-30 mínútna ganga í gamla bæinn. Á hótelinu er góð verönd þar sem gestir geta notið útsýnisins á meðan þeir snæða morgunverð eða fá sér kokteil. Góð sundlaug og leikvöllur fyrir börn. 

GISTING 

Rúmgóð tvíbýli sem eru búin öllum helstu þægindum. Í öllum herbergjum er sjónvarp með bæði innlendum og alþjóðlegum stöðvum, frítt internet, loftkæling, sími, öryggishólf(gegn gjaldi) og baðherbergi. Á öllum herbergjum eru svalir eða verönd. 

AÐSTAÐA 

Góð sameiginleg aðstaða með stórri sundlaug fyrir börn og fullorðna og leiksvæði fyrir börnin. Sólbekkir og sundlaugabar fyrir gesti í garðinum. Góð loftkæling og kynding á hótelinu. 

AFÞREYING 

Á hótelinu er skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. 

VEITINGASTAÐIR 

Gestir velja um morgunverð, hálft fæði eða allt innifalið. Á annarri hæð hótelsins er veitingastaður með hlaðborð sem sérhæfir sig í Miðjarðarhafs-, alþjóðlegum- og innlendum mat. Á hótelinu er einnig sundlaugabar, kaffitería og í lobbíinu er hinn breski bar. 

FYRIR BÖRNIN 

Leiksvæði er í sundlaugagarðinum fyrir börnin. 

STAÐSETNING 

Hótelið er vel staðsett um 150 m frá Levante ströndinni á Benedorm. Stutt í alla helstu þjónustu og um 20-30 mínútna ganga í gamla bæinn. 

AÐBÚNAÐUR Á PORT BENIDORM 

Tvíbýli

Svalir 

Baðherbergi

Sjónvarp

Frítt internet 

Loftkæling 

Kynding 

Morgunverður/hálft fæði/allt innifalið

Útisundlaug 

Leiksvæði 

Skemmtidagskrá 

Veitingastaður 

Bar 

Sundlaugabar 

Verönd 

Stutt í strönd 

Sólarhringsmóttaka

Þvottaaðstaða(gegn gjaldi)

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 
 
Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og gististaða á Benidorm, Albir, Altea og Calpe á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með nokkra daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

Upplýsingar

C/ Estocolmo, 4 - 03503 Benidorm

Kort