Alicante

Fallegt og vel hannað 5 stjörnu hótel í hjarta gamla bæjar Alicante borgar, aðeins um 5 mínútna gangur frá ströndinni.

GISTING 

Rúmgóð og smart herbergi með hárri lofthæð og stórum gluggum. Frítt internet og sjónvarp fylgja herbergjunum.

AÐSTAÐA 

Á þaki hótelsins er heilsulind og líkamsræktaraðstaða.

VEITINGASTAÐUR 

Við gestamóttökuna er að finna "El Bistro de Amerigó" veitingastaðinn sem framreiðir dýrindis Tapas ásamt léttum réttum. Á þakinu er svo að finna "rooftop bar" með fallegu útsýni yfir borgina. 

STAÐSETNING 

Hótelið er í gamla bænum í Alicante borg - rétt við Dómkirkjuna og Santa Barbara kastalann.

AÐBÚNAÐUR

Sundlaug 

Heilsulind

Sólbaðsaðstaða

Sólarhringsmóttaka 

Töskugeymsla 

Frítt internet 

Líkamsræktaraðstaða

Veitingasstaður 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Kort