Mallorca

Hotel Amic Horizonte er fjölskyldurekið hótel með frábært útsýni yfir Palmaflóanum og aðeins 2 kílómetrum frá borginni Palma de Mallorca. 
Hótelið er á hljóðlátum stað við sjávarsíðuna, rétt við Porto Pi verslunarmiðstöðina, Puerto de Palma höfnina og næturlífinu í Palma.
Stutt er í ströndina Amic Horizonte. 

Gisting

Flest herbergjanna eru með útsýni yfir sjóinn og sundlaugina. Þau eru snyrtileg og björt, með baðherbergi, hárþurrku, loftræstingu, síma, gervihnattasjónvarpi, WiFi og hægt er leigja öryggishólf.

Tvíbýli er 18m²
Þríbýli er 20m².
Fjölskylduherbergi er 30m²

Aðstaða
Á hótelinu er garður, verönd, sundlaug og barnalaug, hjólaleiga og farangursgeymsla.

Veitingastaðir

Á morgnanna er hlaðborðsveitingastaður með frábært úrval rétta. Morgunverður er frá 9 til 10 á morgnanna.

Horizonte Buffet Restaurant Joan Miro opnar alla daga frá 1 til 3 í hádeginu og 8 til 10 á kvöldin. Í hádeginu hlaðborð, með kalda og heita rétti. 
Á kvöldin er hægt að njóta góðrar fimm rétta máltíða, með útsýni yfir dómkirkjuna.

Á Bar PanorAmic er tilvalið að slaka á og fá sér kaffibolla eða drykk og njóta útsýnisins. Þar er einnig hægt að fá sér létt snarl. 

Chill Out Pool Bar er við sundlaugina, með létta tónlist. Þar er hægt að fá sér létta máltíð á daginn og drykk.
 

Upplýsingar

Vista Alegre, 1 Palma De Mallorca

Kort