Playa del Cura

Hótel Labranda Riviera Marina er 4 stjörnu hótel sem er vel staðsett við bæinn Playa del Cura alveg við ströndina á suðurhluta Gran Canaria. Vinsamlegast athugið að ekki er akstur í boði á þetta hótel.

GISTING

Smekklega innréttuð herbergin eru með góðu baðherbergi, sjónvarpi og öryggishólfi. Öll með sjávarsýn eða snúa út að sundlaugargarðinum. Loftkæling.

AÐSTAÐA 

Í garðinum eru 2 sundlaugar og góð sólbaðsaðstaða. Einnig er barnalaug og ströndin beint við hliðiná hótelinu.

AFÞREYING

Í um 10 mínútna akstri frá hótelinu er golfvöllurinn Anfi Tauro Golf.

VEITINGASTAÐUR 

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður og bar við sundlaugina.

FYRIR BÖRNIN 

Leikvöllur og góður garður. Hentar fólki sem vill slaka á með börnunum sínum í fríinu.

STAÐSETNING 

Playa del Cura er lítill strandbær á milli bæjanna Puerto Rico og Puerto de Mogan á suð-vestur hluta eyjunnar Gran Canaria. Þetta litla þorp er afar sjarmerandi, enda náttúrfegurðin í forgrunni ásamt tveimur afar fallegum ströndum. Önnur er staðsett í bænum en hin í um 15 mínútna gangi frá þorpinu. Sú strönd er “splunkuný” og var gerð núna í sumar. Þar er að finna hvítan sand sem teigir sig  nokkra kílómetra meðfram strandlengjunni og túrkis bláan sjó, allt við óuppbyggt og ósnert svæði. Í bænum er að finna eina matvöruverslun “SPAR” og nokkra veitingastaði, en að öðru leyti er hvíld, rólegheit og náttúran sem skiptir mestu máli hér á þessu svæði. Í um 5 mínútna aksturfjarlægð er svo að finna hinn fallega golfvöll “Amfi Tauro Golf”. Þetta svæði hentar öllum sem vilja vera “away from it all” og njóta einstakrar veðurblíðu og hvíldar við Atlantshafið.

AÐBÚNAÐUR

Útisundlaug 

Sólbaðsaðstaða

Sólarhringsmóttaka 

Töskugeymsla 

Internet gegn gjaldi

Veitingasstaður 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Avda. la Playa, 4 35138, Playa del Cura, Gran Canaria

Kort