Marmaris

Green Natur Diamond er 5 stjörnu hótel á Marmaris. Á hótelinu er allt innifalið, stór sundlaug og rennibrautir, sannkallaður draumur fyrir fjölskyldur. Hótelgestir hafa aðgang að einkaströnd.

GISTING 

Í boði eru tvíbýli og tvíbýli með sjávarsýn. Herbergin eru rúmgóð og björt og hafa meða annars minibar, hárþurrku, öryggishólf, loftkælingu, síma, sjónvarp, te sett og svalir.

AÐSTAÐA

Stór og fínn sundlaugagarður með stórri sundlaug og rennibrautum. Á hótelinu er SPA, og líkamsrækt gestum að kostnaðarlausu en meðferðir í SPA kosta aukalega. Frítt wi-fi er á hótelinu. Hótelgestir hafa aðgang að einkaströnd.

AFÞREYING

Skemmtidagskrá öll kvöld og krakkaklúbbur fyrir börnin. Ýmsa afþreyingu er að finna á svæðinu gegn aukakostnaði t.d. pool og vatnssport svo eitthvað sé nefnt. 

VEITINGASTAÐIR

Þrír a la carte veitingastaður eru á hótelinu og eftir sjö daga dvöl fá gestir að velja sér eina fría máltíð á þessum þrem veitingastöðum. Alls eru sjö barir á hótelinu og því hafa gestir um nóg að velja. Á hótelinu er allt innifalið.

FYRIR BÖRNIN 

Krakkaklúbbur fyrir börnin ásamt leikvelli utandyra og leikherbergi innandyra. Einnig eru vatnsrennibrautir í garðinum.

STAÐSETNING 

Vel staðsett hótel, stutt göngufjarlægð í bæinn og mannlífið.

AÐBÚNAÐUR Á GREEN NATUR DIAMOND 

Allt innifalið

Tvíbýli

Loftkæling

Sjónvarp

Sími

Öryggishólf

Svalir

Te sett

Wifi

Sundlaug

Sólbaðsaðstaða

Heilsulind

Líkamsrækt

Krakkaklúbbur

Leikjaherbergi

Skemmtidagskrá

Vatnsrennibrautir

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Siteler Mahallesi, Cumhuriyet Bulvari No: 9 Marmaris Tyrkland

Kort