Marmaris

Cettia Beach Resort er fallegt hótel með einkaströnd og viðarbryggju þar sem er frábær aðstaða til sólbaða og fallegt útsýni yfir hafið. Hótelið er einnig stutt frá höfninni, gamla bænum og Bazaar. Ath. hótelið er aðeins fyrir 16 ára og eldri. 
 

GISTING

Herbergin eru skemmtilega innréttuð með minibar, fataskáp, wifi og svölum með húsgögnum. Tvíbýlin rúma allt að þrjá gesti með eitt tvíbreytt rúm (eða tvö einbreið) og svefnsófa. Nýtískulegt baðherbergi með sturtu og hárþurrku. 

AÐSTAÐA

Á hótelinu er ein útisundlaug og ein barnalaug. Einnig er heiluslind með saunu, tyrkneskt bað og snyrtistofu. Líkamsrækt er á hótelinu, sjónvarpsherbergi og frítt WiFi. 

AFÞREYING

Á hverjum degi er skemmtidagskrá á hótelinu, leikir og skemmtisýningar. Ýmis leikfimi t.d. waterpolo, vatnaleikfimi og fleira. Borðtennis, poolborð og pílukast er einnig á hótelinu.

VEITINGASTAÐIR

Á La Maison veitingastaðnum er hægt að borða inni og úti á verönd við sundlaugina. Á veitingastaðnum er hægt að fá morgun- , hádegis- og kvöldverð.  

Bar B er með háu lofti, rúmgóður, með sjávarsýn og vel innréttaður. Þeir bjóða ýmsa kokteila og aðra drykki. 

Tirzik Bar & grill er við ströndina, þar er úrval drykkja. Þú getur notið drykkjarins við ströndina, við sundlaugina eða á viðarbryggjunni. Á daginn bjóða þeir grillaða fiskrétti, pizzur, hamborgara, salöt og fleiri rétti. 

STAÐSETNING

Hótelið er við sjávarsíðuna, rétt við Aqua Dream og Atlantis vatnsrennibrautargörðunum, 4 km eru að barstrætinu í Marmaris. 

AÐBÚNAÐUR Á CETTIA BEACH RESORT

Allt innifalið

Tvíbýli

Loftkæling

Sjónvarp

Sími

Öryggishólf

Svalir eða verönd

Wifi

Sundlaug

Barnalaug

Sólbaðsaðstaða

Heilsulind

Líkamsrækt

Skemmtidagskrá

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Cumhuriyeti Bulvari No: 51 Siteler, Marmaris Tyrkland

Kort