Marmaris

Grand Yazici Club Turban er 5 stjörnu hótel sem sameinar hið græna og bláa Marmaris en hótelið er falið við gróðursæla hlíð í Marmaris með einkaströnd. Fyrsta flokks aðstaða til að njóta frísins, í skemmtilegu andrúmslofti. Marmaris er í 6 km fjarlægð og bærinn Icmeler í 2 km fjarlægð. 

Margt í boði fyrir krakkana og allt innifalið!

GISTING

Herbergin eru hlýlega innréttuð. Te og kaffi aðstaða, minibar, frítt Wifi, öryggishólf, hárþurrka, baðkar eða sturtu, síma, sjónvarpi, loftræstingu og svölum eða verönd. Herbergin eru þrifin daglega og skipt er á rúmum annan hvern dag. Í boði eru tvíbýli, tvíbýli superior, fjölskylduherbrgi og Marin svíta.

Tvíbýlin eru með einu tvíbreiðu rúmi og einu einbreiðu rúmi. Tvíbýli Superior eru með tvíbreiðu rúmi, einbreiðu rúmi, setusvæði með sófa og tveimur sjónvörpum. Fjölskylduherbergin eru með eitt tvíbreitt rúm, eitt einbreitt rúm og einn hægindastóll sem hægt er að breyta í einbreitt rúm og einnig eru tvö baðherbergi.

Marin Svíta er 110 - 115 fm og eru tilvalin fyrir þá sem leitast eftir vel rúmgóðu herbergi í fríinu. Þar er stofa, tvö svefnherbergi, tvö baðherbergi (í einu er nuddpottur), og sér sundlaug aðeins fyrir þá sem gista í Marine svítum. Einnig er stór verönd þar sem þú getur notið útsýnisins og sólbaðað þig. 

AÐSTAÐA

Við hótelið er 330 metra einkaströnd, tvær sundlaugar, þrjár rennibrautir og heilsulind. Mjög gott úrval íþróttaiðkunar og skemmtunar, en þar er meðal annars tennisvöllur, vatnaíþróttir, jógatímar, pilates, líkamsrækt og fleira. Á hótelinu er þvottaaðstaða sem gestir fá afnot af án greiðslu. Á kvöldin er skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. 

AFÞREYING

Tvær sundlaugar, þrjár rennibrautir og heilsulind. Mjög gott úrval íþróttaiðkunar og skemmtunar, en þar er meðal annars tennisvöllur, vatnaíþróttir, jógatímar, pilates, líkamsrækt og fleira. Á kvöldin er skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. 

VEITINGASTAÐUR

Á hótelinu er allt innifalið. Á morgnanna er morgunverðarhlaðborð, hádegisverður, snarl, te, kaffi, kvöldmatur, miðnætursúpa og fleira. Fimm barir eru á svæðinu, við ströndina, sundlaugina og á lobbýinu. Á hótelinu eru fjórir a la carte veitingastaðir, allir með mismunandi áherslur. 

Chinese a la carte er með kínverska rétti, með útsýni yfir sundlaugina og sjóinn. 
Steak House er með mismunandi steikar rétti og rúmar 40 manns.
La Pergola er með úrval ítalskra rétta.
Fish a la Carte, þar er hægt að fá ýmsa sjávarrétti. 

FYRIR BÖRNIN 

Á daginn er fjörugur krakkaklúbbur fyrir hressa 4-12 ára krakka og vatnsrennibraut í sundlaugagarðinum.

STAÐSETNING

Hótelið er staðsett við gróðursæla hlíð í Marmaris með einkaströnd. Um klukkustund og 50 min tekur að keyra frá Milas flugvellinum og að hótelinu. 

AÐBÚNAÐUR Á GRAND YAZICI CLUB TURBAN

Allt innifalið

Tvíbýli

Fjölskylduherbergi

Marine svíta

Loftkæling

Sjónvarp

Sími

Öryggishólf

Svalir eða verönd

Baðkar eða sturta

Te og kaffi aðstaða

Wifi

Sundlaug

Sólbaðsaðstaða

Heilsulind

Líkamsrækt

Krakkaklúbbur

Skemmtidagskrá

Þvottaaðstaða

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Sirinyer Mah. 101 Sok. No:3 48700 Siteler Mevkii Marmaris Tyrkland

Kort