Marmaris

Candan Apartments er einfalt og snyrtilegt 3* hótel aðeins 500 metrum frá ströndinni Uzun Yali. Einnig er stutt í miðbæ Marmaris, 750 metrar. Við hótelið er stór sundlaug með rúmgóða aðstöðu til sólbaða. 
Herbergin eru alls 72 í tveimur byggingum á fjórum hæðum. Á hótelinu eru lyftur. 

GISTING
Íbúðirnar rúma allt að fjóra einstaklinga, þær eru með einu herbergi þar sem er tvíbreytt rúm sem hægt er að taka í sundur og í stofunni er svefnsófi. Íbúðirnar eru með loftkælingu, baðherbergi, gervihnattasjónvarpi og eldhúskrók þar sem er ísskápur, elhúshellur, brauðrist, mínútugrilli og hraðsuðuketill. Við hverja íbúð eru svalir. Ath. loftkæling kostar aukalega fimm evrur á dag. 

AÐSTAÐA
Sundlaugin er stór með sér svæði fyrir börn þar sem er rennibraut. Á hótelinu er billjard borð, tyrkneskt bað og sauna. Móttaka hótelsins er opin allan sólahringinn og þar er t.d. hægt að bóka ýmis konar skoðunarferðir eða annað skemmtilegt. 

VEITINGASTAÐIR
Við sundlaugina er sundlaugarbar þar sem hægt er að fá sér snarl. Að auki er bar í móttökunni á hótelinu. 
Veitingastaðurinn er með morgunverð og a la carte matseðil á kvöldin. Hægt er að sitja við sundlaugina á kvöldin. 

FYRIR BÖRNIN
Í sundlauginni er sér barnalaug með leikföngum. 

STAÐSETNING
Aðeins 500 metrum frá Uzun Yali ströndinni. Í grendinni eru ýmis konar spennandi minjar, líkt og kastalinn og hringleikahúsið. Innan við kílómetri í næstu verslun. 

AÐBÚNAÐUR Á CANDAN

Íbúð með einu svefnherbergi

Loftkæling (gegn aukagreiðslu)

Sjónvarp

Sími

Öryggishólf

Svalir

Wifi

Sundlaug

Sólbaðsaðstaða

Skemmtidagskrá

Vatnsrennibraut

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Kemeralti Mah., Hasan Isik Cad. 115, Sok, No. 1, Mugla, 48700 Marmaris Tyrkland

Kort