Bodrum

Goddess of Bodrum Isis Hotel er staðsett í 4 km frá miðbæ Bodrum við strandlengju og er með einkaströnd. Áhersla hótelsins er á skemmtilega dvöl, tónlist, friðsæld og góða þjónustu. Góð aðstaða til garðinum, sundlaug, innilaug, krakkaklúbbur, heilsulind, fimm veitingastaðir og fjölda bara. Á hótelinu er allt innifalið!

GISITING

Á hótelinu eru 375 herbergi með mismunandi útsýni. Í boði eru tvíbýli og fjölskylduherbergi. Á herbergjum eru svalir, loftræsting, baðherbergi með hárþurrku, gervihnattasjónvarp, sími, kaffivél, sloppur, minibar og öryggishólf. Notkun á öryggishólfi í herbergi kostar aukalega, notkun á öryggishólfi í lobby er án auka kostnaðar. 

AÐSTAÐA

Við hótelið er einkaströnd með frábæra aðstöðu til sólbaða, á hótelinu er góð útisundlaug, innisundlaug, barnalaug með rennibraut, leikvöllur, heilsulind, líkamsrækt, nudd og nuddpottur, sauna, tyrkneskt bað og fleira.

AFÞREYING

Á hótelinu er alveg frábært úrval af afþreyingu fyrir alla. Krakkaklúbbur skemmtir þeim yngstu (4-12 ára) og á kvöldin eru skemmtisýningar fyrir alla fjölskylduna. Þar sem hótelið er alveg við ströndina þá eru í boði alls konar vatnaíþróttir, þar á meðal bananabátar, jetski, fallhlífarsigling og fleira. 

Leikvöllur er fyrir börnin, heilsulind, líkamsrækt, nudd og nuddpottur, sauna, tyrkneskt bað og fleira.

VEITINGASTAÐIR

Veitingastaðirnir eru fimm og eru með mismunandi áherslur. Hægt er að bragða á tyrkneskri matseld.
Aðal veitingastaðurinn er með snemmbúinn morgunverð frá 6:00 - 7:00 á morgnanna og svo frá 7:00-10:00 þar sem er hlaðborð. Hádegishlaðborð frá 12:30 - 14:30, kvöldverðarhlaðborð frá 19:00-21:30 og svo er hægt að næla sér í snarl frá 00:00-02:00. Hægt er að fá sérstakt mini hlaðborð fyrir börnin. Aðrir veitingastaðir eru með kínverska rétti, sjávarrétti, ítalska rétti og svo er einn snarl veitingastaður. Barirnir eru átta talsins og því hægt að velja um marga mismunandi drykki.

FYRIR BÖRNIN

Barnalaug með rennibraut, krakkaklúbbur fyrir 4-12 ára börn og leikvöllur.

STAÐSETNING

Staðsett rétt hjá miðbæ Bodrum og um 45 min tekur að keyra frá Milas flugvelli og að hótelinu.

AÐBÚNAÐUR Á GODDESS OF BODRUM ISIS HOTEL

Allt innifalið

Tvíbýli

Fjölskylduherbergi

Loftkæling

Sjónvarp

Sími

Öryggishólf

Svalir

Wifi

Einkaströnd

Sundlaug

Sólbaðsaðstaða

Krakkaklúbbur

Skemmtidagskrá

Vatnsrennibraut

 

Upplýsingar

Gümbet Mah., Turkuaz Sok. No:8/10 (48400) Bodrum Tyrkland

Kort