Malgrat De Mar

Hotel Tropic Park er einstaklega vel staðsett við Malgrat de Mar. Góð aðstaða og þjónusta fyrir fjölskyldur sem vilja skoða umhverfi Costa de Barcelona og njóta þæginda í fríinu sínu. Rúmgóð, nútímaleg herbergi, sundlaugar fyrir alla, verönd með panorama útsýni yfir hafið, krakkaklúbbur fyrir börnin og 
skemmtidagskrá fyrir alla á hótelinu. ATH að enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

Malgrat de Mar er rólegt og fallegt svæði á Costa Brava ströndinni og hentar vel fyrir þá sem vilja hafa það rólegt í fríinu sínu

GISTING

Herbergin eru rúmgóð með svölum með útsýni yfir garðinn eða sundlaugina. Sér baðherbergi, sjónvarp, loftræsting, minibar, skrifborð og fleira á herbergjum
 

AÐSTAÐA

Móttaka hótelsins er opin allan sólahringinn. Frítt Wifi á almennum stöðum, þvotta aðstaða, líkamsrækt og fleira.
Á hótelinu eru fjórar sundlaugar á mismunandi stöðum hótlesins. Á aðal veröndinni eru tvær útisundlaugar. Ein er mjög stór, aðallega fyrir fullorðna. Á sama svæði er barnalaug. Á þaki hótelsins er sundlaug með frábæru útsýni yfir ströndina.
Á fyrstu hæðinni er innilaug, sem er lokuð í júlí og ágúst. Á sömu hæð er Sauna sem þarf að bóka fyrirfram og kostar fjórar evrur á mann. Við sundlaugarnar er handklæðaleiga, 5 evrur per handklæði sem fæst endurgreitt þegar handklæðinu er skilað. 


AFÞREYING

Skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna, á daginn og kvöldin. Dagskráin er mismunandi frá degi til dags. 


VEITINGASTAÐIR

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður með ýmsa rétti. 


FYRIR BÖRNIN

Miniclub fyrir krakkana. 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL TROPIC PARK

Útisundlaug 

Barnalaug 

Sauna

Handklæðaleiga

Sólbaðsaðstaða

Barnadagskrá 

Sólarhringsmóttaka 

Töskugeymsla 

Frítt internet 

Líkamsræktaraðstaða

Veitingasstaður 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

ATH
Sérstakur gistiskattur er á öllum hótelgistingar í Katalóníu. Farþegar þurfa að greiða þetta gjald beint til hótelsins. Enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

Upplýsingar

Passeig Marítim, 68, 08380 Malgrat de Mar, Barcelona, Spánn

Kort