Marmaris

Fidan Apartments á Marmaris er vinaleg og vel staðsett 3* íbúðagisting. Gistingin er einföld og býður upp á íbúðir með 1 og 2 svefnherbergjum. Tilvalin gisting fyrir fjölskyldur. Stutt í ströndina, basarinn og bæinn.

GISTING 

Einfaldar íbúðir með 1 og 2 svefnherbergjum, íbúðirnar eru með hárþurrku, ískáp, og litlum svölum. Hægt er að fá loftkælingu í íbúðina fyrir 5 evrur á dag.

AÐSTAÐA

Lítil og notaleg sundlaug, sundlaugabar og veitingastaður. Einnig er stutt ganga í súpermarkaðinn.

AFÞREYING

Mikil og fjölbreytt skemmtidagskrá er á hótelinu fyrir börn og fullorðna. Á daginn er hægt að stunda margskonar íþróttir eins og t.d. dansa zumba í lauginni. Á kvöldin er lifandi tónlist eða skemmtikraftar troða upp. 

VEITINGASTAÐIR

Á hótelinu er veitingastaður og bar.

FYRIR BÖRNIN 

Leikvöllur fyrir börnin.

STAÐSETNING 

Vel staðsett gisting, um 10 min tekur að ganga á ströndina og bærinn og mannlífið í stuttri göngufjarlægð.

AÐBÚNAÐUR Á FIDAN 

Íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergi

Loftkæling (gegn auka greiðslu)

Sjónvarp

Eldhúsaðstaða

Sími

Svalir

Sundlaug

Sólbaðsaðstaða

Skemmtidagskrá

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Cildir Mevkii, 164 Sok. No. 5 Marmaris Turkey

Kort