Madeira

Hotel Orca Praia er gott 3 stjörnu hótel staðsett við ströndina Praia do Areeiro í Madeira. Frábært útsýni út á haf, góð sundlaug og sólbaðsaðstaða ásamt smá svæði fyrir börnin. Vel útbúin tvíbýli öll með sjávarsýn og svölum.

GISTING

Öll tvíbýlin snúa út á sjó svo að útsýnið er ekki af verri endanum. Tvíbýlin eru með hárþurrku, sjónvarpi, síma, fullbúnu baðherbergi og hægt er að leigja öryggishólf.

AÐSTAÐA

Fín aðstaða er á hótelinu, garður með sundlaug og góðri sólbaðsaðstöðu. Ströndin er staðsett beint fyrir neðan hótelgarðinn svo að um stutta stund tekur að ganga þangað. Á hótelinu er SPA þar sem gestir geta notið ýmissa meðferða gegn gjaldi.

AFÞREYING

Á hótelinu er SPA þar sem gestir geta notið ýmissa meðferða gegn gjaldi. Hægt er að spila borðtennis og billiard. Einnig býður hótelið upp á að aðstoða gesti við að plana afþreyingu s.s. köfun og hreyfingu.

VEITINGASTAÐIR

Veitingastaður hótelsins heitir Panaromic Restaurant en hann býður upp á dásamlegt útsýni ásamt alþjóðlegri matargerð. Á morgnanna er morgunverðarhlaðborð og í móttökunni er bar þar sem hægt er að hafa gaman með dagskránni sem hótelið setur.

FYRIR BÖRNIN

Lítið leiksvæði er á hótelinu fyrir börnin.

STAÐSETNING

Hótelið er staðsett um 6 km frá miðbæ Funchal og um 2 km frá fiskimannabænum Camara de Lobos. Flugvöllurinn er í 15 km fjarlægð.

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL ORCA PRAIA

Morgunverðarhlaðborð

Veitingastaður

Bar

Svalir

Baðherbergi

Útisundlaug

Smá leiksvæði fyrir börnin

SPA

Billiardborð

Borðtennisborð

Upplýsingar

Estrada Monumental 335, 9000-236 Funchal, Portúgal

Kort