Fuengirola

Globales Gardenia hótelið er gott 3ja stjörnu hótel, mjög vel staðsett í göngufæri við  Caravajal ströndina milli Benalmadena og Fuengirola.  Frá hótelinu er stórkostlegt útsýni yfir Costa del Sol.

Herbergin eru rúmgóð björt og  með svölum,  loftkælingu ( júní til september),
öryggishólfi, gervihnattasjónvarpi og baðherbergi með baðkari/sturtu.
 
Hægt er að óska eftir eins manns herbergi en þau eru ekki með svalir - einnig er hægt að
óska eftir herbergi fyrir hreyfihamlaða.
 
Gisting:
 
Í boði eru tveggja manna standard herbergi og fjölskylduherbergi.
Herbergin eru með svölum og helstu þægindum, árstíðabundna loftkælingu, ( frá júní til og með september)
öryggishólfi, gervihnattasjónvarpi, WiFi interneti og baðherbergi með baðkari /sturtu og hreinlætisvörum.
Hótelið býður upp á reyklaus herbergi.
 
Aðstaða / Afþreying:
 
Hótelið er með 2 sundlaugar, annars vegar sundlaug fyrir fullorðna og  barnalaug.
Hótelið er með Jacuzzi pott  (aukagjald) og góða sólbaðsaðstöðu.
Skemmtidagskrá er fyrir alla aldurshópa og leikjasalur.
Globales Gardenia er aðeins 1.9  km frá miðbæ Fuengirola og hinum fræga Sohail kastala
Í nágrenni við hótelið er verslanir, veitingarstaðir og líflegt næturlíf og síðast en ekki síst
þá er hótelið í göngufjarlægð við strönd þar sem allskyns vatnaíþróttir eru í boði.
Móttakan er opin allan sólarhringinn.
 
Veitingar:
 
Veitingastaður hótelsins býður upp á fjöldbreyttar hlaðborðsmáltíðir og
sundlaugarbarinn býður upp á drykki og snarl.
 
Fyrir börnin:
 
Hótelið er með barnasundlaug, barnaleiksvæði og stjórna starfsmenn ýmsum leikjum og
uppákomum fyrir börnin. Skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa.
 
Staðsetning:
 
Frá flugvelli að hóteli eru ca 16 km. 
Áhugaverðir staðir í nágrenni hótels:
 
Carvajal ströndin : 800 metrar,  Los Boliches Beach, 1.5 km, Puerto Marina smábátahöfnin í  Benalmadena, 8,7 km., 
Miramar Shopping Center 4.8 km, og Tivoli World er í 6.7 km fjarlægð, Bioparc Fuengirola dýragarðurinn 4.3 km.
Rómverski fornminjagarðurinn er í 16 mín. göngufjarlægð og Fiðrildagarðurinn er í 4.4 km fjarlægð.
 
Nálægir golfvellir eru : Torrrequebrada golf, 5.2 km., Mijas Golf 6.1 og La Cala Golf 11.1 km.
 
Aðbúnaður:
Tvíbýli og fjölskylduherbergi
Svalir
Gervihnattasjónvarp
Baðherbergi
Hreinlætisvörur
Öryggishólf
Loftkæling (árstíðabundin)
Jacuzzi (aukagjald)
Útisundlag
Barnalaug og barnaleikvöllur
Sólbaðsaðstaða
Sundlaugarbar
Haðborðsveitingastaður
Skemmtidagskrá
Sólarhringsmóttaka
 

Upplýsingar

Av. Carvajal, 2, 29640 Fuengirola, Málaga, Spánn

Kort