Torremolinos

Melia Costa del Sol er afar vinsælt  4 stjörnu hótel, ekki síst vegna staðsetningar hótels  við Paseo Maritimo sjávarsíðuna á Bajondillo strönd. 

Hótelið  býður upp á ótrúlegt útsýni yfir Miðjarðarhafið af  þaksvæði hótelsins: Sky and Sea, sem opin er  öllum gestum hótelsins.
Herbergin eru rúmgóð, björt og nútímaleg og búin helstu þægindum.  Veitingastaðir hótelsins eru:
Buffet  hlaðborðs veitingastaður / La Proa veitingastaður með a la carte matseðil  og Central bar. 
Á þaki hótelsins er sundlaug og sólbekkir.
Útisundlaug Central og bar og sólbaðsaðstaða. Á hótelinu er heilsulind "Thalasso Spa" (aukagjald)
 
Gisting:
 
Tveggja manna herbergi standard, standard með sjávarsýn og og herbergi með sjávarsýn deluxe.
Standard herbergin eru rúmgóð og þægileg og með svölum, en ekki með sjávarsýn.
Herbergi með sjávarsýn eru staðsett á 1 - 4 hæð hótelsins, rúmgóð og þægileg með svölum og sjávarsýn.
Herbergi sjávarsýn deluxe eru á 4 - 9 hæð, rúmgóð nýuppgerð herbergi, 42" sjónvarp og svalir með stórkostlegu útsýni yfir hafið.  
Herbergin eru öll með loftkælingu, svalir með húsgögnum, þráðlaust net, gervihnatta eða kapal sjónvarp, síma, minibar, öryggishólf og hraðsuðuketil.  
Baðherbergin eru með hárþurrku og hreinlætisvörur.
 
Aðstaða/Afþreying:
 
Sundlaug á þarkverönd fyrir 16 ára og eldri, bar - veitingar og  sólbaðs aðstaða og stórkostlegt útsýni 
Thalasso Spa - sundlaug, gufubað og nuddferðir  - aukagjald fyrir aðgang og meðferðir.
Góð líkamsræktar aðstaða.   Áhugaverðir staðir til að heimsækja, Playamar ströndin, 600 m.frá hóteli, þar er
hægt að stunda vatnaíþróttir (aukagjald)  Aqualand Torremolinos vatnagarðurinn sem er í 1.2km. fjarlægð frá hóteli, 
Plaza Costa del Sol-torgið er í 0.6 km. fjarlægð, Benalmadena Puerto Marina smábátahöfnin er í 3.1 km. fjarlægð
frá hóteli, starfsmenn gestamóttöku aðstoða gesti við að bóka dagsferðir.
 
Veitingar:
 
Buffet, hlaðborðsveitingastaður : morgunverður frá kl. 07.30 - 11.00m hádegisverður frá kl. 13.30 - 15.30 kvöldverður frá kl. 19.30 - 22.00.
La Proa veitingastaður - a la carte.
Central Bar 
 
Staðsetning:
 
Við strönd og nálægt miðbæ.
 
Frá Malaga flugvelli að hóteli eru 6 km.
 
Aðbúnaður:
 
Tveggja manna herbergi
Svalir
Loftkæling 
Gervihnattasjónvarp
Kapalrásir
Hraðsuðuketill
Baðherbergi
Hárþurrka
Hreinlætisvörur
Öryggishólf
Útisundlaug
Sundlaug á þakverönd
Sundlaugarbar
Sólarverönd
Sólbekkir
Strand handkæði (aukagjald)
Líkamsrækt
Setustofa
Heilsulind (aukagjald)
Dagleg þrif
"Room Service" (aukagjald)
Sólarhringsmóttaka
 

Upplýsingar

Paseo de Maritimo Torremolinos, 11, 29620 Torremolinos, Málaga, Spánn

Kort