Enska ströndin

Apartamentos Teneguia er 2ja stjörnu íbúðagisting staðsett við Avenida Tirajana götuna. Stutt er í alla þjónustu, verslanir og veitingahús. Snyrtilegur sundlaugargarður og einfaldar íbúðir sem snúa allar út í garð. 

GISTING 

Íbúðirnar eru með einu svefnherbergi og sundlaugarsýn. Þær eru heldur einfaldar en snyrtilegar með góðu baðherbergi, baðkar eða sturtubotni. Þrif eru fimm sinnum í viku, skipt er um rúmföt einu sinni í viku og handklæði tvisvar í viku. Hægt er að leigja öryggishólf og internet gegn gjaldi í gestamóttöku. 

AÐSTAÐA 

Á Teneguia er snyrtilegur, góður og sólríkur garður með sundlaug. Aðgangur að interneti er í gestamóttöku og hægt að tengjast interneti í íbúðunum gegn gjaldi. 

STAÐSETNING

Teneguia er í nálægð við verslunarsvæðið Yumbo Center. Ganga niður að strönd tekur u.þ.b. 10 - 15 mínútur. 

AÐBÚNAÐUR Á APARTAMENTOS TENEGUIA 

Sundlaug 

Íbúðir 

Baðherbergi 

Snarlbar

Bílastæði (gegn gjaldi)

Þráðlaust internet (gegn gjaldi)

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 

Upplýsingar

Av. de Tirajana, 13, 35100 San Fernando, Las Palmas Gran Canaria, Spain

Kort