Playa de las Americas

Hotel Park Club Europe er frábært 3ja stjörnu hótel á Tenerife. Fallegur sundlaugagarður með hitabeltisgróðri og tveimur sundlaugum. Gestir hafa nóg fyrir stafni og skemmtidagskrá. Allt innifalið. Hentar vel fyrir pör, fjölskyldur og einstaklinga sem vilja njóta sín í sólinni með allt innifalið. 

GISTING

Gestir velja um herbergi, fjölskylduherbergi eða einbýli. Herbergin eru innréttuð í miðjarðarhafsstíl og máluð hlýlegum litum. Í þeim er sími, gervihnattasjónvarp, vifta og öryggishólf gegn gjaldi. Hægt er að leigja lítinn kæli meðan birgðir leyfa. Athugið að ekki er loftkæling á herbergjum. 

AÐSTAÐA

Mjög fallegur sundlaugagarður undirlagður hitabeltisgróðri og litríkir skrautfiskar synda un tjarnir. Starfsfólkið leggur mikið upp úr því að allir sem vilja hafi nóg fyrir stafni og er öll aðstaða til hreyfingar er góð. Í garðinum eru tvær stórar sundlaugar og sérstakt barnasvæði. Hægt er að fara í fótbolta, blak og tennis. Líkamsrækt er á hótelinu.

AFÞREYING 
Nóg er um að vera á Hotel Park Club Europe. Hægt er að fara í vatnaleikfimi, pílukast, borðtennis og líkamsræktina. Gegn gjaldi geta gestir farið í köfunarskóla, leigt fjallahjól eða farið í fjallgöngu með leiðsögumanni. Á kvöldin eru kvöldskemmtanir á vegum starfsfólks m.a. skemmtiatriði, tískusýningar, lifandi tónlist og í stundum stendur gestum til boða að taka þátt í skemmtiatriðum. 

VEITINGASTAÐIR 

Á þessu hóteli er allt innifalið á báðum veitingastöðum hótelsins(sk. all-inclusive - sjá neðar). Park Club Buffet er hlaðborðsstaður sem framreiðir morgun-, hádegis- og kvöldverð fyrir gesti. Á Gavina Grill er áhersla á grillaðan mat og hægt er að sitja úti á stórum svölum. 
Innifalinn matur og drykkur: Fullt fæði og drykkir með mat. Innlendir drykkir frá kl. 10-24 - ath. ekki á diskóteki hótelsins.

FYRIR BÖRNIN

Á hótelinu er rekinn krakkaklúbbur fyrir 4-12 ára þar sem börnin skemmta sér við leik á sérstöku leiksvæði. 

STAÐSETNING

Hótelið er á rólegu svæði við Playa de las Américas, 400 metra frá ströndinni aðeins um 1 km frá miðbænum.

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL PARK CLUB EUROPE 

Allt innifalið 

Útisundlaugar 

Hitabeltisgróður í garði 

Skemmtidagskrá 

Hlaðborðsveitingastaður 

Bar 

Krakkaklúbbur

Fótboltavöllur

Íþróttir

Svalir 

Vifta 

Sími

Sjónvarp

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Avda. Rafael Puig Lluvina, s/n 38660 Playa de las Américas (Arona) Tenerife - Spain

Kort