Benidorm

Terralta Apartamentos er íbúðagisting staðsett í um 9 min fjarlægð frá ströndinni, Playa de Poniente. Hótelið er byggt í kringum stóra sundlaug í garðinum með fínu leiksvæði fyrir börnin.

GISTING 

Rúmgóðar en einfaldar íbúðir með eldhúskrók, svefnherbergi, lítilli stofu með svefnsófa og annað hvort svölum eða verönd. Herbergin eru útbúin sturtu/baði, öryggishólfi, síma, sjónvarpi, loftkælingu, hárþurrku, ísskáp, örbylgjuofni og fl. 

AÐSTAÐA 

Stór sundlaug er í garðinum með leikaðstöðu fyrir börnin í lauginni, eins er annað leiksvæði í garðinum. Sólbaðsaðstaðan er fín með sólbekkjum og sólhlífum. Líkamsrækt er á staðnum.

AFÞREYING

Skemmtidagskrá er í boði á hótelinu á kvöldin. Hægt er að spila billiard, pílu kast og borðtennis.

VEITINGASTAÐUR 

Lítil matvoruverslun er á svæðinu, hlaðborðsveitingastaður, bar, snarl bar og veitingastaður.

FYRIR BÖRNIN 

Leiksvæði í sundlauginni og á þurru landi. 

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett í um 1 km fjarlægð frá miðpunkti Benidorm.

AÐBÚNAÐUR

Sundlaug

Rennibraut í sundlaug

Barnaleiksvæði

Sólbaðsaðstaða

Kvöldskemmtun

Sólarhringsmóttaka  

Internet gegn gjaldi

Líkamsræktaraðstaða (gegn gjaldi)

Veitingasstaður 

Hlaðborðsveitingastaður

Bar

Snarlbar

Sjálfsali

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

 

Upplýsingar

Avda. de Nicaragua, 44 03502 Benidorm Alicante Spánn

Kort