Funchal

Four Views Baía er fallegt 4 stjörnu hótel í Funchal. Hótelið er á rólegum stað með fallegt útsýni yfir Funchal flóann og höfnina. Aðeins 15 mínútna gangur í miðbæ Funchal. 

GISTING

Í boði eru tvíbýli án eða með með sjávarsýn. Herbergin eru útbúin sjónvarpi, baðherbergi með sturtu og  hárþurrku. Á svölunum eru húsgögn.

AÐSTAÐA

Á hótelinu er fín aðstaða, garður með tveimur útisundlaugum, þar af einni barnasundlaug (ekki upphituð), ásamt góðri sólbaðsaðstöðu. Á hótelinu er einnig að finna innisundlaug (gegn gjaldi) og líkamsræktaraðstöðu (gegn gjaldi), fundarherbergi og minjagriparbúð.

Hér er flott heilsulind með líkamsræktaraðstöðu, nuddi, nuddpotti, gufu, tyrknesku bað og margskonar dekurmeðferðum gegn greiðslu. Gestamóttaka hótelsins er opin allan sólarhringinn.

AFÞREYING

 Á hótelinu er  leikherbergi þar sem hægt er að spila borðtennis og billiard. Einnig eru sjónvarpsherbergi, lesherbergi og tölvur með internet aðgangi á hótelinu, sem og líkamsræktarstöð (gegn gjaldi).

VEITINGASTAÐIR

Veitingastaður hótelsins heitir BayView Restaurant. Á morgnanna er boðið upp á morgunverðarhlaðborð og á kvöldin er hlaðborð með ákveðnu þema, byggt á alþjóðlegri matargerð, sem kokkarnir elda fyrir framan gestina. Einnig er boðið upp á "Á la Carte" sem byggir á eldhúsi  Miðjarðarhafsins.

Í boði eru  grænmetisréttir í stað kjötrétta og er barnamatseðill  fyrir börnin.

Á hótelinu eru tveir barir; Pool Deck Bar sem er staðsettur við sundlaugina með útsýni yfir hafið þar sem í boði eru léttar veitingar og barþjónusta. Woogie Boogie er kokteilbar með  lifandi tónlist frá kl 18 til miðnættis.

FYRIR BÖRNIN

Á hótelinu er barnasundlaug (ekki upphituð).

STAÐSETNING

Hótelið er staðsett í hjarta Funchal, í um 5 mínútuna göngufjarlægð frá miðbænum og í um 20 km fjarlægð frá flugvellinum. 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL FOUR VIEWS MONUMENTAL

Morgunverðarhlaðborð

Kvöldverðarhlaðborð

Veitingastaður

Barir

SPA

Nudd- og fegurðarmeðferðir

Útisundlaugar

Innilaug

Wi-fi

Tölvur með internet tengingu

Leikherbergi (billiardborð, borðtennisborð)

Lesherbergi

Sjónvarpsherbergi

Líkamsræktaraðstaða

Tennisvöllur (búnaður gegn gjaldi)

Minibar (gegn gjaldi)

Barnapössun (gegn gjaldi)

Einkabílastæði

Fundarherbergi

Minjagripabúð

 

Upplýsingar

Rua das Maravilhas, 74, 9000-177 Funchal Madeira Portugal

Kort