Krít: nýr staður!

Gríska eyjan Krít spennandi nýjung - flogið er til Chania 

Krít er stærst grísku eyjanna og þeirra syðst. Sólin skín flesta daga ársins en hægur andvari af hafi gerir loftslagið eitt hið besta í Evrópu. Landslagið er fjölbreytt, há fjöll með snævi þöktum toppum, frábærar strendur og eyðivíkur, iðandi borgarlíf og hæglátt þorpslíf, fjöruga bari og rólegar sveitakrár.

 

Það yndislega við Krít er að daglegt líf eyjaskeggja er nær ósnortið af ferðamönnum. Krítverjar eru stoltir af sínu og taka ferðamönnum opnum örmum um leið og þeir bjóða þér að njóta þess besta sem eyjan hefur upp á að bjóða. Á Krít er matur í hæsta gæðaflokki, ferskur fiskur og kjöt, grænmeti með hágæða ólifuolíu, gott vín og ostar sem bráðan í munni.

Flogið er til Chania. Chania er fyrrum höfuðstaður Krítar og  önnur stærsta borg eyjunnar. Gamli bæjarhlutinn innan borgarmúranna ber svip af Feneyjum og Tyrklandi með þröngum götum og byggingum frá fyrri öldum. Hjarta borgarinnar er gamla höfnin, umkringd líflegum og skemmtilegum börum þar sem er líf og fjör allan sólarhringinn, sérstaklega á sumrin.

Andrúmsloftið er heillandi og staðurinn laðar til sín bæði íbúa og erlenda ferðamenn. Upp frá höfninni hlykkjast götur með fjölda verslana þar sem seldir eru minjagripir, matur og vín, skartgripir og handunnir listmunir. Út með ströndinni er að finna óviðjafnanlega sjávarréttastaði sem heimamenn flykkast á þegar þeir vilja gera sér glaðan dag.

Við strandlengjuna milli Chania og Platanias er byggðin samfelld og þéttist litlum bæjarkjörnum meðfram ströndinni. Þar eru gullnar strendur, kristaltær sjór, nýtísku hótel og fjölskyldureknar íbúðagistingar. Hér er að finna fjölda veitingastaða, bara og verslana þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Stærstur þessa bæja er Platanias.

Gistingar á Krít

Porto Platanias Beach Resort & Spa er gott 5 stjörnu fjölskylduhótel, staðsett við strönd og býður upp

stórkostlegt útsýni yfir Krítarhaf og eyjuna Agio Theodori. 

Lesa meira

The Panorama Hotel í Chania er 5 stjörnu hótel, staðsett við Kato Galatas þorpið í úthverfi Chania og eru tvær af bestu ströndum svæðisins, 

Agia Marina og Kalamaki, Agioi Apostalaoi sitt hvoru megin við hótelið. Frá hótelinu er fallegt útsýni yfir Chania borgina.

Lesa meira

Þegar bókað er Sólalottó þá er innifalið flug, gisting og íslensk fararstjórn

Lesa meira

Amalthia Beach hotel er aðlaðandi og nútímalegt 4 stjörnu hótel staðsett við Agia Marina ströndina. Björt og rúmgóð herbergi með helstu þægindum.

Í hótelgarðinum eru þrjár sundlaugar með afar fallegt útsýni yfir Miðjarðarhafið.

Lesa meira

Porto Platanias Village er 4 stjörnu íbúðahótel, vel staðsett í hjarta Platanias þorpsins og góður kostur fyrir fjölskyldufólk.

Lesa meira

Creta Palm er gott og snyrtilegt 4 stjörnu íbúðahótel staðsett í Kato Stalos, Chania. Upplagt fyrir þá sem vilja rólegt og heimilislegt umhverfi.

Næsta strönd er í 100 metra fjarlægð frá hótelinu.

Lesa meira

Airis Boutique & Suites er nýlegt 4 stjörnu hótel, aðeins fyrir 16 ára og eldri. Staðsett í Kato Daratso, 200 metra frá Yannis ströndinni og  í stuttri akstursfjarlægð frá feneysku borginni Chania.

 

Lesa meira

Althea Village Hotel er fallegt 4 stjörnu fjölskylduhótel, staðsett í Daratsos þorpinu sem er í 4 km. fjarlægð frá feneysku borginni Chania. 

Hótelið er með 155 herbergi sem eru ný eða nýuppgerð.

Lesa meira

Snyrtilegt 3ja stjörnu íbúðahótel með fallegum og vönduðum íbúðum og allar íbúðir hótelsins nema ein snúa að sundlaugargarðinum. Góður garður með sólbekkjum við laugina.

Úrval veitingastaða, matvöruverslana og smáverslana eru í næsta nágrenni.

Lesa meira

Hotel Marina Sands er þriggja stjörnu frábær valkostur fyrir ferðalanga sem eru í heimsókn í Agia Marina og býður upp á mörg gagnleg þægindi sem eru hönnuð til að bæta dvöl þína.

Í göngufæri við hótelið er að finna veitingastaði og Tavernas og síðast en ekki síst er Agia Marina ströndin í<

Lesa meira

Indigo Mare er gott 3ja stjörnu íbúðahótel, mjög vel staðsett við hina fallegu Platanias strönd. 

Gengið er beint úr sundlaugargarðinum á einkasvæði hótelsins við ströndina.

Lesa meira

Veronica Hotel er fallegt 3ja stjörnu hótel sem staðsett er í um 200 metra fjarlægð frá Agii Apostoli ströndinni og um 4 km frá Chania borg

Í nágrenni hótels eru verslanir og matvöruverslun.

 

 

Lesa meira

Sunrise Village, 3ja stjörnu heimilislegt íbúðahótel staðsett í göngufæri við Agia Marina ströndina og Platanias ströndinni.

Torgið í Platanias er í 11 mínútna göngufæri þar finna má veitingahús, Tavernas og verslanir.

Lesa meira

Carisa Maleme er fallegt 3ja stjörnu, nýuppgert hótel með björt og falleg herbergi, staðsett í strand þorpinu Pirgos Psilinerou.

Hótelið í 3ja km fjarlægð frá miðbæ þorpsins Platanias og ca 2 km frá Gerani ströndinni og frá hótelinu að Maleme ströndinni, eru aðeins 250 metrar.  

Lesa meira

Zeus Village er hlýlegt og elegant hótel fyrir fullorðna, 18 ára og eldri, í  Kato Daratso, Krít.

Lesa meira

Adonis Apartments í Kato Stalos er 2ja stjörnu snyrtilegt íbúðahótel, með rúmgóðar íbúðir, töfrandi  útsýni yfir hafið, garð og sundlaug og staðsett örfáa metra frá  strönd.

Hótelið er aðeins 200 metra frá næsta þorpi þar sem finna má hraðbanka, verslanir og minimarket.  Næsta versl

Lesa meira