Madeira Portúgal

Madeira er gjarnan kölluð Eyja hins eilífa vors eða Hinn fljótandi skrautgarður, sem segir margt um milt veðurfarið og gróðursældina á þessari eldfjallaeyju. Í boði er gisting á úrvals hótelum og gestir geta bæði slakað á og notið sólar og sjávar steinsnar frá skemmtilegri borg og tekið þátt í fjölbreyttum kynnisferðum sem verða í boði.

Lega eyjunnar í Atlantshafinu tryggir að veðurfarið er þægilegt, milt og stöðugt árið um kring en Meðalhiti í maí er um 25°. Landslagið er ægifagurt, tignarleg fjöll, klettar, djúpir dalir  og fjölskrúðugur gróður milli fjalls og fjöru. Sykurreyr, vín- og bananaekrur setja svip sinn á landið auk fjölda skrúðgarða. Gamalt áveitukerfi er enn gulls í gildi og mikil völundarsmíð. Um alla eyju eru afar skemmtilegar gönguleiðir.

Sem fyrr segir, tilheyrir eyjan Portúgal, en er með sjálfstjórn og eigið þing.  Eyjan er um 740 fer- kílómetrar að stærð og íbúar um 300 þúsund. Fólkið er einstaklega vingjarnlegt og auk portúgölsku tala mjög margir ensku. Ekki er mikið um stórar sandstrendur á eyjunni, víðast hvar eru klettastrendur og fallegar víkur. Þó má finna manngerðar sandstrendur með gullnu sandi.

HÖFUÐBORGIN FUNCHAL

Við suðurströndina er höfuðborgin Funchal, heillandi bær í nýlendustíl, með ríka menningarsögu. Gamli bærinn er einstaklega fallegur. Þar eru ódýr og góð portúgölsk veitingahús, fjölbreyttir markaðir, glæsilegar handverksbúðir og fjöldi kaffihúsa. Höfnin er sjarmerandi og gaman að rölta meðfram sjónum og fylgjast m.a. með hinum mörgu skemmtiferðarskipum sem þangað koma. Fallegir garðar prýða bæinn eins og alla eyjuna. 


LIDO FERÐAMANNASVÆÐIÐ

Fyrir vestan Funchal hefur byggst upp heilmikið ferðamannasvæði, Lido, þar sem eru fjölmörg hótel, veitingastaðir, verslanir og önnur þjónusta fyrir ferðamenn.  Með fram sjónum er göngustígur og á stöku stað hafa verið búnar til litlar sandstrendur eða önnur baðaðstaða fyrir unnendur sjávar! Einnig er í boði alls konar sjávarsport. Til að komast inn í Funchal, má ganga eftir  fallegum stíg, eða taka strætó frá hóteli.

Við bjóðum upp á úrval gististaða, 3,  4 og 5 stjörnur, bæði í Lido-hverfinu og inni í borg. 


Gaman að skoða

Fjölbreyttar kynnisferðir verða í boði, s.s. um höfuðborgina Funchal, í sjávarþorp, bændabýli, upp á Pico do Arieiro, sem er hæsti tindur eyjarinnar (1818 m), um gömul eldfjöll og djúpa dali, gönguferðir og náttúruskoðun, þjóðleg kvöldskemmtun og fleira. Möguleikarnir eru óþrjótandi á þessari fallegu eyju með áhugaverða sögu og einstaka náttúru.  

 

Hópar hafið samband í síma 514 1400 eða sendið póst á sumarferdir@sumarferdir.is

Melia Madeira Mare er glæsilegt 5* heilsu og lúxushótel á fallegum stað við sjávarsíðuna í Lido. Stórkostlegt útsýni og fyrir framan er göngustígurinn meðfram sjónum og lítil strönd. Hótelið er í 5 mínútna fjarlægð frá aðal ferðamannakjarnanum og um 10 mínútur eru til Funchal. 

Lesa meira

Vlaamar Hotel Madeira er glæsilegt 5* hótel með stórum garði með þremur stórum útisundlaugum og einni barnalaug. Hótelið er vel staðsett með beinan aðgang að sjónum, unkringt görðum með fallegum plöntum og pálmatrjám. Frábært útsýni er yfir Funchal frá hótelinu.

Lesa meira

Flott 4* íbúðahótel staðsett í miðju Vila Porto Mare Resort og hafa því gestir aðang að allri þeirri aðstöðu. Fimm sundlaugar, úrval veitinga, heilsulind, líkamsrækt og svo má lengi telja.

Lesa meira

Four Views Baía er fallegt 4 stjörnu hótel í Funchal. Hótelið er á rólegum stað með fallegt útsýni yfir Funchal flóann og höfnina. Aðeins 15 mínútna gangur í miðbæ Funchal. 

Lesa meira

Four Views Monumental Lido er gott 4 stjörnu hótel staðsett miðsvæðis á hinum vinsæla ferðamannastað Lido í Madeira og einungis 2 km frá miðbæ Funchal. 

Lesa meira

Terrace Mar Suite er fjögurra stjörnu gisting staðsett í bænum Funchal aðeins 500 metrum frá sjónum.  Strætó stoppar nálægt við Terrace mar og eru veitingastaðir og verlsanir í næsta nágrenni. Í miðbæ Funchal eru sirka 2 km en aðeins 500 metrar að göngugötunni við Lido. 

Lesa meira

Hotel Porto Mare er gott 4 stjörnu hótel staðsett við strandlengjuna á hinum vinsæla ferðamannastað Lido í Madeira. Staðsetning hótelsins gefur flestum herbergjum frábært útsýni yfir sjóinn og hótelgarðinn.

Lesa meira

Porto Santa Maria er flott 4* hótel staðsett við sjávarsíðuna í gamla bænum í Funchal. Hótelið er einungis fyrir fullorðna 17 ára og eldri.

Lesa meira

Vila Baleira Funchal er nýuppgert 4* hótel í göngufæri við miðbæinn. Herbergin eru stílhrein og smekklega hönnuð. Góð sundlaug og sólbaðs aðstaða á þaki hótelsins. 

Lesa meira

Hotel Orca Praia er gott 3 stjörnu hótel staðsett við ströndina Praia do Areeiro í Madeira. Frábært útsýni út á haf, góð sundlaug og sólbaðsaðstaða ásamt smá svæði fyrir börnin. Vel útbúin tvíbýli öll með sjávarsýn og svölum.

Lesa meira