Marrakesh - beint flug!

Marrakesh kallar fram minningar úr 1001 nótt. Iðandi og kraftmikil borg sem er einstök í sinni röð, litríkur og seiðandi menningarheimur, óræður ilmur, ólgandi líf en samt róandi andi.

Marrakesh - Marokkó

Hvenær? Helgarferð 27.-31. október 2018.

Flug? Icelandair - beint flug!

Dvöl? 4 nætur í Marrakesh

Íslensk fararstjórn

Októbermánuður er góður tími til að heimsækja Marokkó. Hitinn yfir daginn fer tæpast yfir 30 stigin.

VERÐ FRÁ:

87.900 Á MANN

 

Vert að upplifa!

Það er svo ótal margt að skoða og upplifa í borginni Marrakesh! Hér eru nokkur atriði

• JEMAA EL-FNAA markaðinn

• JARDIN MAJORELLE garðurinn

• HAMMAM heimsókn

• KOUTOUBIA moskan

• BEN YOUSSEF skólinn

• MAROKKÓSKI maturinn

 • SÖFNIN & SOUKINN

 

SKOÐA HÓTEL Í MARRAKESH

markaður - matur - menning - byggingarlist - söfn - afslöppun - skoðunarferðir

SKOÐUNARFERÐIR

DAGUR Í MARRAKESH

VERÐ Á MANN: 11.700   

Dagsferð um þessa mögnuðu borg þar sem innifalinn er aðgangur að helstu merkisstöðum.  Meðal annars skoðum við Bahia Palace, tignarlegustu höll borgarinnar. 

Þá heimsækjum við hina aldagömlu mosku Koutoubia og hin víðfrægu grafhýsi Saadi ættarinnar, ekki helst vegna þeirra sem þar hvíla bein heldur ótrúlega nostursamlegra skreytinga og reglufestu arkitektúrsins.

Síðast en ekki síst skoðum við Majorelle garðinn og safn tískukóngsins Yves Saint-Laurent.   

Hádegisverður er innifalinn. 

ATLAS-FJÖLLIN

VERÐ Á MANN: 6.700 

Dagsferð upp í Atlas-fjöllin þar sem við m.a.heimsækjum bústaði Berba og förum um lítil þorp sem gefa til kynna að nútímaþægindi og sífelldur erill skipta ekki öllu og ekki má gleyma að við komust í kynni við náttúrufegurð sem óvíða fyrirfinnst. 

Hádegisverður er innifalinn. 

DAGUR Í ESSAOUIRA

VERÐ Á MANN: 7.750

Strandbærinn Essaouira var á 7.áratugnum innblástur ekki minni manna en Jimi Hendrix, Mick Jagger, Cat Stevens og Frank Zappa. Þótt hipparnir séu á braut býr þessi fallegi fiskimannabær yfir einstökum sjarma. 

Hér er yfirbragðið rólyndislegt og ekki laust við að evrópskum straumum bregði fyrir. Bærinn býr engu að síður yfir skemmtilegu götulífi með fjölda gallería, listastofa, kaffistofa með lifandi tónlist, strandbörum og fjölda veitingahúsa. Enda fjölmenna listamenn til Essaouira í dag eins og þeir gerðu fyrir hálfri öld. 

Stórskemmtileg ferð! 

Marrakesh, Marokkó

MARRAKESH

Vikulöng dvöl í Marrakesh gefur færi á að gægjast undir yfirborðið og kynnast þessum andstæðum og komast nær hinni raunverulegu Marokkó. Ekki síður getur ein vika verið ávísun á afslappaða daga í mildu og hlýju Miðjarðarhafsloftslaginu og njóta glæsilegrar hótelgistingar sem Marrakesh er þekkt fyrir. Ekki spillir að marokkóska eldhúsið er heimsfrægt og margir einstakir réttir bornir á borð eins og marokkóskt Tagine (lamb, fiskur, kjúklingur og grænmeti) að ógleymdum ljúffengum kúskús réttum.

Marrakesh er þriðja stærsta borg Marokkó, næst á eftir Casablanca og Fez. Hún er fremst þegar kemur að árum, upplagi og legu við rætur Atlas-fjallgarðsins og steinsnar frá Sahara-eyðimörkinni. En borgin ber lítinn keim af eyðimörk. Víða eru undursamlegir garðar, til að mynda Menara garðurinn sem konungar fyrri alda nostruðu við og Jardin Majorelle sem var i eigu tískukóngsins Yves Saint Laurent sem féll frá árið 2008. Af öllum stöðum má líka finna hér safn sem geymir frumgerðir margra af hátískufatnaði tískukóngsins.

Í boði verður skoðunarferð um borgina þar sem á vegi verða með annars Bahia höllin, Koutoubia moskan og risamarkaðurinn á Jemaa el-Fna torginu um leið og andi framandi menningar leikur um vitin. Þá er upplagt að fara í skoðunarferð í Majorelle garðinn ásamt heimsókn í safn Yves Saint Laurent.

Ferðir út fyrir borgarmörkin verða einnig í boði: Um Ourika dalinn, Atlas fjöllin, til strandbæjarins Essaouira og fleiri forvitnilegar slóðir.

Borgin skiptist í tvennt. Annars vegar gamla borgarhlutann, Medina (samheiti yfir arabahverfi í norður-afrískum borgum), og hins vegar nýja hlutann sem svipar meira til vestrænna borga og kallast Gueliz eða Ville Nouvelle. Gamla borgin er óskipulögð og ruglingsleg með fjölda þröngra gatna og stíga sem eru fullir af lífi, verslunum, kaffihúsum og götusölum. Ekki má gleyma markaðstorgunum þar sem kaupgleðin nær hámarki; pýramídafjöll af allskyns kryddi, úrval minjagripa, nýofin teppi í þúsundatali og skyldi heilladís búa í einum af hundruðum silfurlampa í boði? Gott að rifja upp listina að prútta! Skarkalinn og umferðin nær hámarki á Jemaa el-Fna, stærsta torgi Afríku, þar sem atgangurinn er oftar en ekki mörgum sinnum meiri en á stærstu torgum Evrópu á háannatíma! Sögurnar af Marrakesh ljúga engu!

Það er tiltölulega einfalt að komast milli staða í Marrakesh og nokkrir möguleikar í boði. Hluti af upplifuninni er að taka strætó; hræódýrir, en heitir og yfirfullir. Caléche eru opnir hest-vagnar sem sem fara oft fastar leiðir, t.d. frá risatorginu Djemaa El Fna til staða á borð við Jardin Majorelle, garðs Yves Saint Laurent. Og hér er fjöldi drapplitaðra leigubíla sem eru ódýrir. Þeir eru flestir með mæla en gangi þér vel að fá bílstjórana til að nota þá. Tveir jafn fljótir koma sér vel enda eru nær engar brekkur – helst að hitinn sé vandamálið. Í gamla borgarhlutanum er það eini nothæfi samgöngumátinn enda bílar þar víðast bannaðir.

Innifalið í pakka: 

 • Beint flug með Icelandair
 • Flugvallagjöld og skattar
 • Ferðataska og handfarangur
 • Íslensk fararstjórn 
 • Gisting x 4 nætur 
 • Rútuferðir og skoðunarferðir eru valkvæð þjónusta og ekki innifalið í verði á pakka. 

Flug & flugtímar

Brottför: 27.10.2018 08:00 frá Keflavík
Lending: 27.10.2018 13:50 í Marrakech

Brottför: 31.10.2018 15:20 frá Marrakech
Lending: 31.10.2018 19:20 í Keflavík

 

Tékklisti fyrir ferðina: 

 • Sundfatnaður og sólarvörn!
 • Vegabréf
 • Peningar / Greiðslukort 
 • Ökuskírteini
 • Lyfseðilsskyld lyf 
 • Myndavél / minniskort og hleðslutæki
 • Síminn!

Skelltu þér með til Marrakesh

Viðskiptavinir geta valið hvernig þeir vilja greiða fyrir ferð til Marrkesh 

 • Staðfestingagjald 80.000 á mann, eftirstöðvar greiðast eigi síðar en 6 vikum fyrir brottför
 • Greiðslukort - ein greiðsla
 • Greiðslukort - skipta greiðslu á fleiri en eitt mismunandi greiðslukort (á ekki við um tímabil)
 • Raðgreiðslusamningur
 • Fjórar jafnar vaxtalausar greiðslur (3,5% lántökugjald að auki)
 • Kortalán án vaxta (50% út, og 50% skiptast á næstu 3 mánuði auk 3,5% lántökugjalds)
 • PEI - dreifing á greiðsluseðla til allt að 6 mánaða
 • Netgíró þegar bókað er hjá sölumanni Sumarferða sími 514 1400 eða í Hlíðasmára 19, 200 Kópavogi