Spurt og svarað

FLUGFÉLAG & ÞJÓNUSTA

Flogið er með ítalska flugfélaginu Neos Air. 

Drykkir og matur er seldur um borð. 

Eins og staðan er núna er grímuskylda á öllum flugvöllum sem og í flugvélinni. 

Innifalið í pakkaferð er: flug, gisting, handfarangur og innritaður farangur. 

 

FYRIR BROTTFÖR TIL SPÁNAR

Fyrir brottför þarft þú að sækja app í símann þinn á https://www.spth.gob.es/ og fylla út form fyrir hvern farþega, ekki nota íslenska stafi. Farþegar fá sendan QR kóða þegar skráningu er lokið og hann þarf að sýna á flugvellinum. Hægt er að skrá þessar upplýsingar 48 tímum fyrir brottför. Mjög gott er að vera búin/n að skrá þessar upplýsingar áður en lagt er af stað til Spánar. 

FYRIR BROTTFÖR TIL GRIKKLANDS / KRÍTAR
Fyrir brottför þarft þú að fara inn á https://travel.gov.gr og fylla út form fyrir hvern farþega, ekki nota íslenska stafi. Farþegar fá sendan QR kóða þegar skráningu er lokið og hann þarf að sýna á flugvellinum á Krít. Hægt er að skrá þessar upplýsingar 48 tímum fyrir brottför.

 

SÆTI 
Þú getur valið þér sæti um borð gegn gjaldi 
 • Almennt sæti 1.500 kr. á mann aðra leið
 • Neyðarútgangssæti 3.700 kr. á mann aðra leið
 • Fremsta sætaröð 3.700 kr. á mann aðra leiðina
Til að bóka sæti hafðu samband í síma 514-1400 eða senda póst á info@sumarferdir.is og gott er að hafa bókunarnúmerið tiltækt.

 

FARANGUR 
Ferðataska innrituð leyfileg hámarksþyngd 20 kg taska á hvern farþega auk 8 kg í handfarangur
Stærð handtösku er : 55 x 40 x 20 cm 

 

INNRITUN
Innritun hefst 2 – 2 ½ klst fyrir brottför og innritunarborð loka 45 mín. fyrir brottför. 

 

Hverju þarf ég að framvísa? 
Við innritun í flug nægir að hafa bókunarnúmer og vegabréf allra farþega, en það er betra að hafa útprentaða bókun við höndina. 

 

Uppgefið verð er staðgreiðsluverð og miðast við netbókun. Bókunargjald vegna bókunar á söluskrifstofu er 3.900 kr. á mann. Staðfestingargjald er 40.000 kr. í almennar ferðir. Fullnaðargreiðsla þarf að hafa borist 6 vikum fyrir brottför, nema annars sé getið.

 

Tryggðu þér bestu verðin og veldu þá greiðsluleið sem hentar þér! 

Viðskiptavinir Sumarferða geta valið hvernig þeir vilja greiða fyrir draumaferðina þegar bókað er á vefnum. 
 • Staðfestingagjald 40.000 á mann, eftirstöðvar greiðast eigi síðar en 6 vikum fyrir brottför
 • Greiðslukort - ein greiðsla
 • Greiðslukort - skipta greiðslu á fleiri en eitt mismunandi greiðslukort (á ekki við um tímabil)
 • Raðgreiðslusamningur
 • Fjórar jafnar vaxtalausar greiðslur (3,5% lántökugjald að auki)
 • Kortalán án vaxta (50% út, og 50% skiptast á næstu 3 mánuði auk 3,5% lántökugjalds)
 • PEI - dreifing á greiðsluseðla til allt að 6 mánaða
 • Netgíró þegar bókað er hjá sölumanni Sumarferða sími 514 1400 eða í Hlíðasmára 19, 200 Kópavogi