Tyrkland: sólarstaðir við Miðjarðarhafið!

 

 

 

Tyrkland er best fyrir:

 • Fallegar strendur og túrkísblátt hafið
 • Hagstætt verðlag
 • Mikið um Allt innifalið gistingar
 • Fjölskylduvænt umhverfi

 

 • Flogið til Milas flugvallar
 • Flugtími: +/-5.5 klst.
 • Akstur til Bodrum: 30 mín
 • Akstur til Marmaris: +/- 2 klst.

 

 

 • Sumarhiti: 28°+
 • Landkóði: +90
 • Tímamismunur: +3 klst.
 • Tungumál: Tyrkneska
 • Gjaldmiðill: Líra

Marmaris

Marmaris er á suðvesturströnd Tyrklands og er einn vinsælasti ferðamannastaðurinn landsins. Þar er yndislegt að lifa lífinu lifandi og njóta frísins með fjölskyldunni. Bærinn er lítill, þægilegt að fara um og fjöldi ferðamanna setur svip á mannlífið. Í gamla bænum eru markaðir þar sem gaman er að versla og stunda listina að prútta. Verðlag í Tyrklandi er hagstætt og hægt er að gera góð kaup á ýmsum varningi.
Að kvöldlagi er Marmaris paradís fyrir lífsglaða ferðamenn. Við Bar-strætið er fjölmargir klúbbar og barir, en strætið endar niðri við höfn á svæði sem er kallað Yesil Marina. Þar eru mörg góð veitingahús og fínar verslanir.

Í Marmaris er stór vatnsrennibrautargarður, "Atlantis". Þar er fjöldi sundlauga og rennibrauta, kaffihús og góða sólbaðsverönd. Aquadream er minni vatnsleikjagarður, en er með mjög góða aðstöðu fyrir fjölskylduna. Í skemmtigarðinum er sérstök laug fyrir þau yngstu, góðar rennibrautir og skemmtikraftar.

Strendur við Marmaris eru fjölmargar, meðal annars

 • Marmaris ströndin. Sú vinsælasta , litrík, lífleg og skemmtileg með góðum sandi og tærum sjó. Er næst miðbæ Marmaris. 
 • Uzunyali ströndin. Einnig þekkt sem langa ströndin og staðsett við hliðina á Marmaris ströndinni. Hún er 10 km. löng og nær til bæjarins Icmeler. Við ströndina er fjöldinn allur af veitingastöðum, börum og verslunum. 
 • Icmilir ströndin er 8 km frá miðbæ Marmaris og tilvalin fyrir fjölskyldur. Ströndin er grunn og umkringd gróðursælum skógi og er með góða aðstöðu til sólbaða, stórt svæði fyrir leiki og tækifæri til að stunda vatnasport.

Cubucak Park: Stór almenningsgarður með fallegri strönd og góðri leikaðstöðu. Garðurinn er vel hirtur og snyrtilegur. Gaman er að fara þangað með nesti og njóta landlagsins!

Bodrum

Bodrum er heillandi borg í suðvesturhluta Tyrklands með yfir 2000 ára gamla sögu. Borgin er vinsæll sumardvalarstaður ferðamanna og á síðustu árum hafa margir Íslendingar lagt leið sína þangað.
Borgin er falleg, með lítil, hvítkölkuð hús og þröngar götur. 

Við strendur Bodrum er hægt að stunda ýmsar vatnaíþróttir, til að mynda köfun, siglingar og brimbretti til að mynda.

 • Ströndin Hurma Sahili er einstaklega vinsæl með góða aðstöðu til sjóbaða. Við hana eru ýmsir veitingastaðir.
 • Á Kamel ströndinni er að finna kameldýr eins og nafnið gefur til kynna. Ströndin er hrein og falleg og þar eru veitingastaðir, ísbúðir, barir, vatnaíþróttir og hægt er að fara í reiðtúr á kameldýri!
 • Strendurnar Xuma Beach Club, Bardakci, Bitez, Gumbet og Karaincir eru með kristaltært vatn, þar má njóta sólarinnar fjarri helsta ferðamannastraumnum í rólegheitum
 • Bardakci Cove er lítil vík með sandströnd, tærum sjó með útsýni til kastala Bodrum. Kjörinn staður til að njóta dagsins með fjölskyldunni. Taka má leigubát frá Bodrum, tekur örfáar mínútur.
  Í Bodrum er skemmtigarðurinn Dedeman með mikið úrval sundlauga og um 20 rennibrautum.

Markaðurinn í Bodrum er einn sá vinsælasti, þar er fjöldinn allur af handofnum teppum, skartgripum, matvöru og fleiru.
Áhugafólk um fiskveiðar ætti að heimsækja bæinn Turkbuku en þar er hægt að leigja veiðigræjur. Veitingastaðir í bænum bjóða úrval fiskrétta, matreidda úr fersku hráefni.

Grafhýsið er ein elsta byggingin í Bodrum. Hún er gríðar stór bygging og var upprunalega byggð á 16. öld en hefur verið endurbyggð eftir jarðskjálfta. Krossfarar nýttu grjót og steina úr grafhýsinu og byggðu aðra merkilega byggingu, Kastalann í Bodrum (einnig þekktur sem kastali St. Peter) en í kastalanum eru tvö forvitnileg söfn.

 

 

Hotel Samara er 5* hótel staðsett í útjaðri Bodrum eða í bænum Torba. Hótelið stendur við ströndina og liggur garðurinn alveg að sjónum. Umhverfið í kring er rólegt og hótelið í alla staði mjög þægilegt og gott fyrir fjölskyldur. Á hótelinu er allt innifalið!

Lesa meira

Green Natur Diamond er 5 stjörnu hótel á Marmaris. Á hótelinu er allt innifalið, stór sundlaug og rennibrautir, sannkallaður draumur fyrir fjölskyldur. 

Lesa meira

Hótelið Grand Yazici Club Turban er einstaklega flott 5* hótel við strandlengju Aegan. Hótelið er falið í gróðursælli hlíð við Marmaris og er með einkaströnd. Sannkölluð fjölskylduparadís fyrir börnin og sameinar skemmtun og slökun. Margt í boði fyrir krakkana og allt innifalið!

Lesa meira

Flott 5* hótel, rétt hjá miðbæ Bodrum. Hótelið er með einkaströnd með góða aðstöðu til sólbaða, sundlaug, innilaug, krakkaklúbb, heilsulind, fimm veitingastaði og fjölda bara. Á hótelinu er allt innifalið!

Lesa meira

Sérlega fallegt hótel við einkaströnd. Á hótelinu eru fjórir barir, tveir veitingastaðir, tvær sundlaugar, kaffihús, heilsulind, líkamsrækt og svo má lengi telja. Á ströndinni er hægt að stunda alls konar vatnaíþróttir gegn gjaldi, svo sem köfun, seglbretti og fleira. Allt innifalið!

Lesa meira

Grand Cettia er skemmtilegt 4 stjörnu fjölskylduhótel í Marmaris. Um 15 min tekur að ganga á ströndina og á aðalgötuna í Marmaris. Ýmislegt skemmtilegt í boði fyrir alla fjölskylduna, úrval veitinga, góð sundlaugaaðstaða og margt fleira. Allt innifalið!

Lesa meira

Forum Residence er íbúðahótel vel staðsett við aðalgötuna í Marmaris. Hótelið er staðsett á þægilegum stað, ströndin er í göngufæri og stutt er að sækja alla þjónustu eins og verslanir og veitingastaði.

Lesa meira

Lalila Blue Suites er nýtískulegt, fallega innréttað og bjart hótel. Hótelið er vel staðsett, með veitingastað, gott sundlaugarvæði, heilsulind og vel útbúin herbergi. Allt innifalið!

Lesa meira

Cettia Beach Resort er snyrtilegt og fallegt 4* hótel með einkaströnd og viðarbryggju. Úrval veitinga, heilsulind, líkamsrækt og sundlaug með góðri aðstöðu til sólbaða. Á daginn og kvöldin er ýmis skemmtidagskrá. Ath. hótelið er aðeins fyrir 16 ára og eldri. Allt innifalið!

 

Lesa meira

Fidan Apartments á Marmaris er vinaleg 3* íbúðagisting. Gisting er einföld og býður upp á íbúðir með 1 og 2 svefnherbergjum. Tilvalin gisting fyrir fjölskyldur. Stutt í ströndina, basarinn og bæinn.

Lesa meira

Hotel Ayaz Aqua er 3 stjörnu hótel staðsett í Gumbet. Stutt ganga í ströndina og auðvelt að komast til Bodrum. Fjórar sundlaugar og lítil barnalaug eru í garðinum. Stutt er í mannlífið frá hótelinu en á hótelinu er allt innifalið.

Lesa meira

Snyrtilegt og einfalt 3* hótel, rétt hjá strönd og stutt frá verslunum, veitingastöðum og börum. Á hótelinu er stór sundlaug, veitingastaður, tveir barir, sauna o.fl. 

Lesa meira