Lido

Four Views Monumental Lido er gott 4 stjörnu hótel staðsett miðsvæðis á hinum vinsæla ferðamannastað Lido í Madeira og einungis 2 km. frá miðbæ Funchal. 

GISTING

Í boði eru tvíbýli með eða án sjávarsýn. Herbergin eru m.a. sjónvarpi, svölum með húsgöngum, baðherbergi með sturtu og hárþurrku .

AÐSTAÐA

Á hótelinu er fín aðstaða, m.a.  garður með tveimur sundlaugum, þar af einni barnasundlaug (ekki upphituð), ásamt góðri sólbaðsaðstöðu. Á hótelinu er einnig að finna innisundlaug (gegn gjaldi) og SPA þar sem gestir geta notið ýmissa meðferða gegn gjaldi.

AFÞREYING

 Á hótelinu er leikherbergi þar sem hægt er að spila borðtennis, pílu og billiard. Einnig eru hér sjónvarpsherbergi og lesherbergi, sem og líkamsræktarstöð (gegn gjaldi). 

VEITINGASTAÐIR

Veitingastaður hótelsins heitir Atlantic Restaurant og þar  er boðið upp á morgunverðarhlaðborð. , í hádeginu er "Á la carte"-matseðill  og á kvöldin er boðið upp á hlaðborð eða "Á la carte". Alltaf má  velja umgrænmetisrétti í stað kjötrétta og er barnamatseðill er í boði fyrir börnin.

Á hótelinu eru tveir barir. Al Fresco er útibar r við sundlaugina með útsýni yfir Lido. Þar er boðið upp á léttar veitingar frá 12 til 16  og barþjónustu. Inni á hótelinu er bar sem býður upp á lifandi skemmtun öll kvöld, dans og töfrasýningar.

FYRIR BÖRNIN

Á hótelinu er barnasundlaug (ekki upphituð).

STAÐSETNING

Hótelið er staðsett í um 2 km frá miðbæ Funchal og í um 24 km fjarlægð frá flugvellinum. Í nágrenni hótelsins er að finna verslunarmiðstöðvar, söfn, ávaxta- og grænmetismarkaði, kaffihús og fleira.

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL FOUR VIEWS MONUMENTAL

Morgunverðarhlaðborð

Kvöldverðarhlaðborð

Veitingastaður

Barir

SPA

Nudd- og fegurðarmeðferðir

Útisundlaugar

Innilaug

Wi-fi

Leikherbergi (billiardborð, borðtennisborð, píluspjald)

Lesherbergi

Líkamsræktaraðstaða

Minibar (gegn gjaldi)

Einkabílastæði

Þvottaaðstaða (gegn gjaldi)

 

 

Upplýsingar

Estrada Monumental, 284 9004 - 541 Funchal Ilha da Madeira – Portugal

Kort