Krít grísk menning



Það yndislega við Krít er að daglegt líf eyjaskeggja er nær ósnortið af ferðamönnum. Krítverjar eru stoltir af sínu og taka ferðamönnum opnum örmum um leið og þeir bjóða þér að njóta þess besta sem eyjan hefur upp á að bjóða. Á Krít er matur í hæsta gæðaflokki, ferskur fiskur og kjöt, grænmeti með hágæða ólifuolíu, gott vín og ostar sem bráðan í munni.
Flogið er til Chania. Chania er fyrrum höfuðstaður Krítar og önnur stærsta borg eyjunnar. Gamli bæjarhlutinn innan borgarmúranna ber svip af Feneyjum og Tyrklandi með þröngum götum og byggingum frá fyrri öldum. Hjarta borgarinnar er gamla höfnin, umkringd líflegum og skemmtilegum börum þar sem er líf og fjör allan sólarhringinn, sérstaklega á sumrin.
Andrúmsloftið er heillandi og staðurinn laðar til sín bæði íbúa og erlenda ferðamenn. Upp frá höfninni hlykkjast götur með fjölda verslana þar sem seldir eru minjagripir, matur og vín, skartgripir og handunnir listmunir. Út með ströndinni er að finna óviðjafnanlega sjávarréttastaði sem heimamenn flykkast á þegar þeir vilja gera sér glaðan dag.
Við strandlengjuna milli Chania og Platanias er byggðin samfelld og þéttist litlum bæjarkjörnum meðfram ströndinni. Þar eru gullnar strendur, kristaltær sjór, nýtísku hótel og fjölskyldureknar íbúðagistingar. Hér er að finna fjölda veitingastaða, bara og verslana þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Stærstur þessa bæja er Platanias.
Gistingar á Krít

Theo Hotel er 4 stjörnu hótel staðsett á yndislegum stað aðeins 9 km vestur af Chania við Chaniaflóa. Hótelið er byggt á toppi hæðar og því afar fallegt útsýni þaðan til sjávar og yfir til eyjunnar Theodorou. Aðeins eru um 150m að ströndinni en Agia Marina er þekkt fyrir sína fallegu og löngu sandströnd.