Krít einstakar strendur og fallegt hafið

Krít er stærst grísku eyjanna og þeirra syðst. Sólin skín flesta daga ársins en hægur andvari af hafi gerir loftslagið eitt hið besta í Evrópu. Landslagið er fjölbreytt, há fjöll með snævi þöktum toppum, frábærar strendur og eyðivíkur, iðandi borgarlíf og hæglátt þorpslíf, fjöruga bari og rólegar sveitakrár.

 

Það yndislega við Krít er að daglegt líf eyjaskeggja er nær ósnortið af ferðamönnum. Krítverjar eru stoltir af sínu og taka ferðamönnum opnum örmum um leið og þeir bjóða þér að njóta þess besta sem eyjan hefur upp á að bjóða. Á Krít er matur í hæsta gæðaflokki, ferskur fiskur og kjöt, grænmeti með hágæða ólifuolíu, gott vín og ostar sem bráðan í munni.

Flogið er til Chania. Chania er fyrrum höfuðstaður Krítar og önnur stærsta borg eyjunnar. Gamli bæjarhlutinn innan borgarmúranna ber svip af Feneyjum og Tyrklandi með þröngum götum og byggingum frá fyrri öldum. Hjarta borgarinnar er gamla höfnin, umkringd líflegum og skemmtilegum börum þar sem er líf og fjör allan sólarhringinn, sérstaklega á sumrin.

Andrúmsloftið er heillandi og staðurinn laðar til sín bæði íbúa og erlenda ferðamenn. Upp frá höfninni hlykkjast götur með fjölda verslana þar sem seldir eru minjagripir, matur og vín, skartgripir og handunnir listmunir. Út með ströndinni er að finna óviðjafnanlega sjávarréttastaði sem heimamenn flykkast á þegar þeir vilja gera sér glaðan dag.

Við strandlengjuna milli Chania og Platanias er byggðin samfelld og þéttist litlum bæjarkjörnum meðfram ströndinni. Þar eru gullnar strendur, kristaltær sjór, nýtísku hótel og fjölskyldureknar íbúðagistingar. 

Strandþorpið Agia Marina er staðsett aðeins 9 km vestur af Chania. Það er einn vinsælasti ferðamannastaðurinn í Chania. Strandlengja Agia Marina er frábær með yndislegum sandströndum. Agia Marina og Platanias eru svo nálægt að þú getur vart sé skiptinguna. Platanias hefur kúltúr og fjörugt bæjarlíf en fullt af litlum flóum, þar sem þú getur synt í og slakað á. Í austurhluta ströndarinnar er töfrandi sandströnd sem nær til Stalos. 

Kato Doratso var eitt sinn aðeins þorp í hlíðunum en nær nú alveg niður að strönd. Kolymbari er rólegt sjávarþorp með meira hefðbundinn fílíng og frábært sjávarfang. Gerani er lítið friðsælt svæði, gott fyrir göngur. Almyrida falleg gyllt  strandlengjan, veitingarstaðir og meiri rólegheit í bland við afþreyingu eins og surf og köfun. 

Agii Apostoli er í 4 km fjarlægð frá borginni Chania, fallegt strandþorp en þar eru fjórar aðskildar strendur, hver í sínum litlu flóa. Strendurnar eru með tært og tiltölulega grunnt vatn, hentugur fyrir barnafjölskyldur. 

Gistingar á Krít

Porto Platanias Beach Resort & Spa er gott 5 stjörnu, staðsett við strönd og býður upp stórkostlegt útsýni yfir Krítarhaf og eyjuna Agio Theodori.

Krakkaklúbbur og góður sundlaugagarður. Gestir hafa aðgang að vatnagarði við hótelið. Mjög gott fjölskylduhótel  

Lesa meira

Porto Platanias Beach Resort Luxury Selection er einkar fallega hannað 5 stjörnu hótel, frábærlega vel staðsett við Platanias ströndina og í göngufæri við Platanias þorpið. Hótelið er eingöngu fyrir fullorðna 18+

Lesa meira

Panorama er glæsilegt 5 stjörnu hótel, staðsett við Kato Galatas, stutt frá Chania, 3,7 km er í fallegu strendurnar Agia Marina and Kalamaki. Hótelið býður upp á 150 herbergi í ýmsum flokkum. 

Lesa meira

Myrion Beach Resort and Spa er nýlegt og fallegt 5 stjörnu hótel nálægt Gerani ströndinni. Falleg heilsulind þar sem hægt er að njóta slökunar og vellíðunar og björt og falleg herbergi skapa grunn að góðu fríi. 

Hótelið er eingöngu fyrir fullorðna 16+

Lesa meira

Galini Palace er glæsilegt nýlegt 5 stjörnu allt innifalið hótel staðsett í Kolymbari. Hótelið býður upp á 128 herbergi í ýmsum flokkum öll með svölum eða verönd. 

Fallegur sundlaugargarður og aðstaða fyrir börn. 

 

Lesa meira

Aloe Boutique Hotel & Suites er nýleggt og nútímalegt 5 stjörnu hótel í hinu fallega þorpi Almyrida vel staðsett nokkrum skrefum frá ströndinni. Hótelið býður upp á 57 herbergi í ýmsum flokkum.

Hótelið er eingöngu fyrir 16+

Lesa meira

Cavo Spada Luxury & Liesure Resort 5 stjörnu hótel staðsett við strönd vestan megin við Chania-flóa stutt frá fallega þorpinu Kolymbari. Hótelið býður upp á 150 herbergi í ýmsum flokkum. 

Krakkaklúbbur, skemmtidagskrá, góð aðstaða fyrir hreyfingu og spa. Sundlaugar og góð sólbaðsaðstaða. Gott fjölskylduhótel

Lesa meira

Zeus Village er hlýlegt og elegant hótel fyrir fullorðna í Kato Daratso hverfinu, 600 metra frá Agioi Apostoloi ströndinni og 4 km frá Chania borginni. Hótelið býður upp á 36 herbergi í ýmsum flokkum.

Hótelið er eingöngu fyrir fullorðna 18+

Lesa meira

Amalthia Beach hotel er aðlaðandi og nútímalegt 4 stjörnu hótel staðsett við Agia Marina ströndina og í nágrenni við Chania. Björt og rúmgóð herbergi með helstu þægindum.

Í hótelgarðinum eru þrjár sundlaugar með afar fallegt útsýni yfir Miðjarðarhafið. Hótelið er eingöngu fyrir 16+

Lesa meira

Galini Sea View er glæsilegt 4 stjörnu allt innifalið hótel vel staðsett í Agia Marina bænum og stutt á ströndina.

Fallegur garður, vinsælt hótel og líflegt. 

Lesa meira

Porto Platanias Village er frábært 4 stjörnu íbúðahótel og góður kostur fyrir fjölskyldufólk og stórfjölskyldur. Það er krakkaklúbbur á þessu hóteli. Hótelið býður upp á fjölbreyttar einingar frá stúdíó til 2ja herbergja íbúða. Porto Platanias Village er eins og lítið þorp á einstaklega góðum stað í hjarta Platanias bæjarins, stutt frá Agia Marina ströndinni.

Lesa meira

Creta Palm er 4 stjörnu notalegt íbúðahótel staðsett í Kato Stalos. Rólegt umhverfi en í göngufæri við bæi eins og Agia Marina og Platanias. 

Lesa meira

Airis Boutique & Suites er 4 stjörnu gott hótel, aðeins fyrir 16 ára og eldri. Hótelið er staðsett á hinu fallega svæði Agioi Apostoloi. Hótel eingöngu fyrir 16+

Lesa meira

Althea Village Hotel er fallegt 4 stjörnu fjölskylduhótel. Hótelið er byggt upp eins og lítið grískt þorp með 155 herbergjum og svítum. Hótelið er rétt við Agioi Apostoloi svæðið.

Lesa meira

Theo Hotel er gott 4 stjörnu hótel á Krít. Hótelið er staðsett 200 m frá Stalos strönd. 3 sundlaugar, ein þeirra barnalaug, góður veitingastaður, leikvöllur og líkamsrækt er meðal þess sem Theo Hotel hefur uppá að bjóða. 

Lesa meira

Santa Marina Plaza er flott 4 stjörnu hótel fyrir staðsett á Agia Marina. Frábært hótel fyrir þá sem vilja slaka á með útsýni yfir hafið. Hótelið eingöngu fyrir 18+

Lesa meira

Santa Marina Beach er smekklegt 4 stjörnu hótel staðsett á Agia Marina við Stalos ströndina og er gott hótel fyrir einstaklinga og fjölskyldufólk

Krakkaklúbbur og skemmtidagskrá og góð sólbaðsaðstaða, líkamsrækt og heilsulind. 

Lesa meira

Grand Beach Bay Resort er glæsilegt 4 stjörnu hótel rétt við Rapaniana steinaströndina í Kolymbaria. Góð sundlaug og sólbaðsaðstaða taka á móti þér í garði hótelsins. Hótel eingöngu fyrir 16+

 

Lesa meira

Atlantica Ocean Beach Resort er glæsilegt 4 stjörnu hótel aðeins 50 m frá Lakitira strönd. 3 sundlaugar, 4 veitingastaðir og heilsulind eru patur af úrvali afþreyingar og aðstöðu sem hotelið hefur uppá að bjóða.

Lesa meira

Atlantica Kalliston Resort er glæsilegt 4 stjörnu hótel staðsett meðfram stórkostlegu Agioi Apostoloi ströndinni. Hótelið býr yfir rólegu andrúmslofti, fáguðum stíl, frábærum veitingastöðum og óviðjafnanlegu útsýni yfir hafið. 

Hér er heilsulind, líkamsrækt og fjölbreytt afþreying. Hótelið býður upp á herbergi í ýmsum flokkum.

Hótelið er eingöngu fyrir 16+ 

Lesa meira

Villaggio Mare suites er flott 4 stjörnu hótel staðsett 500 m frá Kalamaki strönd á Krít. Hótelið hefur góða sundlaug og sólbaðsaðstöðu, heitan pott og bar. Aðeins fyrir fullorðna +16. Njóttu vel á Krít. 

Lesa meira

Inea Sole Hotel er gott 4 stjörnu hótel staðsett aðeins 150 m frá Iguana strönd á Krít. Hótelið hefur góða sundlaug og sólbaðsaðstöðu fyrir gesti. Njóttu vel á Krít.

Lesa meira

Helios Apartments er huggulegt 3ja stjörnu íbúðahótel með fallegum og rúmgóðum íbúðum. Staðsett í skemmtilegu en rólegu umhverfi í Agioi Apostoli.

Lesa meira

Hotel Kriti 3 stjörnu hótel í Chania. Fullkomið fyrir þá sem vilja slaka daga í kringum sundlaugina og njóta borgarinnar á kvöldin. 600 m frá strönd.

Lesa meira

Hotel Marina Sands er einfalt en snyrtilegt 3 stjörnu hótel staðsett í Agia Marina. Hótelið býður upp á 50 herbergi og 5 svítur. Úr sundlaugargarðinum er hægt að ganga beint niður á strönd. Í göngufæri við hótelið er að finna veitingastaði. 

Lesa meira

Indigo Mare er gott 3 stjörnu íbúðahótel, mjög vel staðsett við hina fallegu Platanias strönd. Hentar fyrir fjölskyldur.

Lesa meira

Veronica Hotel er einfalt 3 stjörnu íbúðahótel staðsett í 200 metra fjarlægð frá Agii Apostoli. Í næsta nágrenni er stutt í ýmsa þjónustu. Hótelið býður upp á 35 stúdíó og íbúðir. 

Lesa meira

Sunrise Village, 3ja stjörnu heimilislegt íbúðahótel staðsett í göngufæri við Agia Marina ströndina og Platanias ströndinni.

Torgið í Platanias er í 11 mínútna göngufæri þar finna má veitingahús, Tavernas og verslanir.

Lesa meira

Sandy Suites er einföld 3 stjörnu íbúðagisting í Kalamaki. Í göngufæri eru veitingastaðir, verslanir og kaffihús. 

Ganga þarf upp og niður brekkur til að komast á aðalgötuna í Kalamaki.  

Lesa meira

Sólarlottó - látum vita skömmu fyrir brottför hvaða hóteli er gist á. 

Lesa meira

Omega Platanias er fallegt 3 stjörnu íbúðahótel staðsett í Platanias. Stutt að strönd. Stór og góð sundlaug og fallegur garður. Hentar fjölskyldum sem vilja einfalda afþreyingu. 

Lesa meira

Flamingos Hótel er 3 stjörnu íbúðahótel staðsett við Agii Apostoli og 4 km frá Chania borginni. Góð staðsetning, stutt á strönd eða borg. Allar íbúðir eru með sérsvölum eða verönd með útsýni yfir sundlaugina eða yndislegan garð.

Lesa meira

Anais Collection er fallegt 3 stjörnu hótel 300 metra frá Chrissi Akti ströndinni. Góð sólbaðsaðstaða og barnalaug. Hentar fjölskyldum sem vilja einfalda afþreyingu. 

Lesa meira

Matzi Apartments er notalegt 3 stjörnu íbúðahótel aðeins 40 m frá Gerani ströndinni. 2 sundlaugar og sólbaðsaðstaða er í garði hótelsins.

Lesa meira

Atlantica Yakinthos er 3 stjörnu hótel staðsett 100 m frá Glaros strönd. Á hótelinu er sundlaug og sólbaðsaðstaða auk morgunverðarhlaðborðs, bars og ókeypis Wi-Fi. 

Lesa meira