Agii Apostoloi

Golden Bay Suites er 4ja stjörnu snyrtileg íbúðagisting sem staðsett er við Agii Apostoli ströndina í um

4 km. fjarlægð frá borginni Chania.  Hótelið er í tveimur litlum 2ja hæða byggingum og sundlaugin er staðsett milli bygginga.
 
GISTING
 
Á hótelinu eru snyrtilegar stúdíó og íbúðir með einu svefnherbergi með svölum eða verönd,  í íbúðum er eldhúskrókur, kæliskápur, loftkæling, 
sjónvarp, sími, öryggishólf, hraðsuðuketill, kaffivél  og Wi-fi  -  athugið að netið getur verið mjög hægt á álagstímum.
Baðherbergi með baðkari eða sturtu, snyrtispegli, hárþurrku og hreinlætisvörur.
 
AÐSTAÐA - AFÞREYING
 
Útisundlaug  og barnalaug er á hótelinu, sólbaðs aðstaða, sólbekkir og sólhlífar.  Hótelið er staðsett við strönd og þar eru 
sólbekkir og sólhlífar en greiða þarf aukagjald fyrir notkun.  Mini market - kjörbúð er á hótelinu þar sem hægt er að fá ýmsar
nauðsynjavörur.  Þrifið er daglega nema á sunnudögum.
 
VEITINGAR
 
Veitingastaður er á hótelinu og býður upp á a la carte matseðil, með grískum og alþjóðlegum réttum. 
Barnamatseðill er á veitingastaðnum. Barir eru á hótelinu við sundlaug og setustofu.
 
BÖRN
 
Barnalaug  - barnamatseðill
 
STAÐSETNING
 
Frá Chania flugvelli að hóteli eru um 15 km., vinsælar nálægar strendur eru Glaros Beach 20 metrar, Iguana Beach 150 metrar
Yannis Beach 550 metrar og Kalamakis Beach er í 600 metra fjarlægð frá hóteli.
 
AÐBÚNAÐUR
 
Við strönd
Íbúðir með 1 svefnherbergi
Stúdíó
Svalir eða verönd
Baðherbergi
Baðkar eða sturta
Hárþurrka
Hreinlætisvörur
Loftkæling
Sjónvarp
Sími
Net tenging
Eldhúskrókur
Kæliskápur
Öryggishólf
Hraðsuðu ketill
Kaffivél
Sundlaug
Sundlaugarbar
Barnalaug
Sólbaðs aðstaða
Sólbekkir
Sólhlífar
Veitingastaður
Ath: ekki lyftur
Móttaka opin í 14 tíma daglega.
 

Upplýsingar

Strati Pantelaki Kato Daratso, 731 00, Grikkland

Kort