Altea: einstakur bær

Altea er við Costa Blanca strandlengjuna - flogið er til Alicante flugvallar.

Steinsnar frá fjörugri strandborginni Benidorm bíður bærinn blómlegi Altea sem stundum er kallaður hið kyrrláta athvarf listamannsins. Þar heilla helst þröngar götur í gamla bænum og fyrsta flokks veitingastaðir sem seiða til sín ferðalanga í leit að sönnum spænskum anda.

 

COSTA BLANCA SVÆÐIÐ

  • Albír
  • Alicante
  • Altea
  • Benidorm
  • Calpe

 

 

  • Flogið til Alicante (ALC) 
  • Flugtími +/-4 klst.
  • Akstur til Altea 30 mín.
  • Tungumál: Spænska
  • Gjaldmiðill: Evra 

 

 

  • Sumarhiti: 28+°C
  • Vetrarhiti: 16+°C
  • Milt og gott vor og haust
  • Tími: +2 sumar +1 vetur
  • Landkóði: +34 

 

 

Í Altea er tilvalið að setjast niður og njóta, borða ekta spænskt tapas og kannski eina sangriu. Ströndin á Altea er líka frábær en hún er í rauninni blanda af sandi og steinvölum sem hentar vel til sólbaða eða strand- og sjávarleikja.

Þar er einnig starfræktur eini seglbrettaskóli svæðisins, ásamt frábærum köfunarskóla. Á sumrin slá listamenn frá Altea upp skemmtilegum markaði á ströndinni. Strandlengjan í Altea er mjög falleg og alveg einstök upplifun fyrir fjölskylduna að eiga þar góðar stundir saman.

Yfir sumarmánuðina iðar bærinn af lífi og þar má finna litla markaði þar sem listamenn bæjarins selja vörur sínar og ýmislegt annað spennandi. Gamli bærinn í Altea er þó það sem stendur upp úr hjá flestum sem þangað sækja. Þar er að finna litlar, sjarmerandi verslanir þar sem hægt er að gera góð kaup. Ekki er heldur langt að sækja í stórar verslunarmiðstöðvar Benidorm.

Afþreying í seilingarfjarlægð

 Á Benidorm leiðist engum enda hafa ferðalangar sótt staðinn heim í næstum því hundrað ár og reynslan því mikil af þjónustu við ferðamenn. Strætisvagnar ganga frá Benedorm til Altea og einungis 25 mínútna akstur er frá Altea til gamla bæjarins í Benedorm. Þar er til dæmis hægt að heimsækja dýragarðinn Terra Natura en þar er að finna öll dýr frumskógarins. Mundið bara eftir sólarvörninni því á Benidorm er sól nær allan ársins hring.

Krakkar hafa alltaf gaman að því að heimsækja náttúrulífsgarðinn Mundomar. Garðurinn var stofnaður árið 1996 og er heimili meira en áttatíu dýrategunda. Terra mitica er svo einn frægasti skemmtigarður heims, staðsettur steinsnar frá Benidorm. Garðurinn er mikil ævintýraveröld þar sem hægt er að kynnast sögu Grikklands, Egyptalands, Rómar og fleiri menningarsvæða, meðan farið er í ótal tæki.

Altea er frábær, fjölskylduvænn áfangastaður þar sem börn og fullorðnir geta upplifað ekta spænska stemningu, slakað á og búið til minningar sem lifa.

Hér eru upplýsingar um allt það helsta sem er að gerast í Altea : www.visitaltea.es

Gistingar á Costa Blanca svæðinu

Barcelo Asia Gardens hotel & SPA er glæsilegt 5* lúxushótel staðsett upp í furupríddum Sierra Cortina hlíðunum með stórkostlegu útsýni yfir Costa Blanca. Hótelið býður upp á fjöldann allan af sundlaugum, SPA með líkamsræktaraðstöðu, innilaug og heitum potti. 4 góðir veitingarstaðir eru á hótelinu.

Lesa meira

Gran Hótel Bali er 4ra stjörnu hótel á Costa Blanca ströndinni á Benidorm. Herbergin eru með tveimur stórum rúmum, auk sófa sem nýtist vel sem viðbótar gisting fyrir börn eða unglinga. Gran Hótel Bali leggur mikið upp úr afþreyingu fyrir alla aldurshópa.
 

Lesa meira

Hótel Kaktus er mjög gott 4ra stjörnu hótel. Hótelið var opnað í júní 2003 og er á besta stað í Albir, alveg á ströndinni með miðbæ Albir og listamannabæinn Altea í seilingarfjarlægð. Fallegur garður með sundlaug og sólbaðsaðstöðu. Á þaki hótelsins er einnig sundlaug og sólbaðsaðstaða.

Lesa meira

Hotel SH IFach er 4ra stjörnu hótel á frábærum stað í bænum Calpe á Costa Blanca

Lesa meira

Gott 4ra stjörnu hótel í Albir ca 1 km frá fallegri ströndinni í Albir og aðeins nokkra kílómetra frá Benidorm og Altea. Glæsileg heilsulind og í gróðursælum garðinum er stór sundlaug og ljómandi aðstaða til sólbaða.

Lesa meira

Hotel Madeira Centro er gott 4ra stjörnu hótel staðsett á besta stað við gamla bæinn á Benidorm og í um 5 mínútur frá Levante ströndinni. Falleg og góð gisting í hjarta Benidorm. Öll herbergin eru snyrtileg og með loftkælingu, minibar og öryggishólfi.

Lesa meira

Hótel Melia Alicante er frábært 4ra stjörnu hótel og er það eitt vinsælasta hótelið á Alicante. Hótelið er staðsett úti á smábátabryggjunni með Postuguet ströndina í fanginu, smábátahöfnin er frábærlega staðsett alveg í miðborginni með fjölda veitinga- og kaffihúsa í næsta nágrenni.&

Lesa meira

Hótel Palm Beach er gott 4ra stjörnu hótel staðsett við enda Levante strandarinnar í hæðinni fyrir ofan bæinn á Benidorm. Herbergin eru fallega innréttuð og ágætlega rúmgóð. Þau snúa öll út í garð. Gott baðherbergi, sími, sjónvarp, minibar og svalir. Öll herbergi eru loftkæld.

Lesa meira

Gran Hótel Sol y Mar Gran Spa Beach Club er fallegt 4ra stjörnu hótel staðsett við ströndina í Calpe. Hótelið og herbergin eru hönnuð í nútímalegum stíl. Hótelið er eingöngu fyrir 18 ára og eldri.

Lesa meira

Hótel Sun Palace Albir er gott 4ra stjörnu hótel staðsett u.þ.b. 1 km., frá ströndinni í Albir og rétt við Serra Celada þjóðgarðinn. Glæsilegt útsýni er frá hótelinu yfir bæinn og út á strönd. Flott heilsurækt er á hótelinu og sundlaug. 

Lesa meira

Hótel Mediterraneo er mjög gott 4ra stjörnu hótel staðsett í 900 m fjarlægð frá Levante ströndinni. Glæsilegur garður með stórum sundlaugum og mjög góðri sólbaðsaðstöðu. Barnasundlaug og leikvöllur ásamt dagskrá fyrir hressa krakka.

Lesa meira

Hótel Melia Benidorm er gott 4ra stjörnu hótel staðsett í Rincon de Loix svæðinu á Benidorm, um 900 metra frá Levante ströndinni. Vel útbúin herbergi sem öll snúa út að sundlaugargarðinum. Fjölbreytt skemmtidagskrá er á hótelinu og fjöldi veitingastaða, bara og verslana eru í næsta nágrenni. 

Lesa meira

Hótel Medplaya Agir er ágætt 4ra stjörnu hótel vel staðsett um 100 m frá Levante ströndinni. Um 10 mín gangur er í gamla miðbæinn í Benidorm. Á hótelinu er heilsulind ásamt líkamsræktarsal. Hótelið er eingöngu fyrir 18 ára og eldri.

Lesa meira

Flamingo Beach Resort er 4ja stjörnu gisting staðsett í 10 mínútna göngufjarlægð frá Levante ströndinni. Nóg um að vera og góður sundlaugagarður. Hótelið er eingöngu fyrir 16 ára og eldri. 

Lesa meira

Hótel Avenida er snyrtilegt 4ra stjörnu hótel stutt frá Levante ströndinni. Fimm mínútna gangur niður á strönd en í garðinum má einnig finna útisundlaug og sólbekki. 

Lesa meira

Medplaya Regente er gott 4ra stjörnu hótel miðsvæðis á Benidorm. Stutt er á Levante ströndina. Í garðinum er  góð sundlaug og sólbaðsaðstaða fyrir gesti. Frábær kostur í sólinni á Benidorm.

Lesa meira

Hótel Cap Negret er 4ra stjörnu hótel staðsett við ströndinna í um 800 metrum frá bænum Altea. Á hótelinu er útisundlaug, sólbaðsaðstaða og fallegt útsýni yfir ströndina er úr garðinum. 

 

Lesa meira

 Hótel Benidorm Centre er 4ra stjörnu hótel staðsett í hjarta Benidorm og stutt í allt það helsta. Einungis 200 metrar á Levante ströndina. Hótelið er aðeins fyrir 18 ára og eldri. Nýuppgert árið 2018-2019

Lesa meira

Flamingo Oasis er 4ra stjörnu hótel staðsett í 15 mínútna gangi frá Levante ströndinni á Benidorm. Hótelið er staðsett í nýrri hluta Benidorm og er stutt í alla þjónustu. Herbergin eru rúmgóð, snyrtileg og stílhrein. 

Lesa meira

Sunconfort Aqua Azul nýlega uppgert 4ra stjörnu hótel og eitt vinsælasta hótelið í Benidorm vegna staðsetningar og góðrar þjónustu. Hótelið er aðeins 400 metrum frá strönd og örstutt frá gamla bænum. Frábær valkostur og eingöngu fyrir fullorðna. Hótel er eingöngu fyrir 16 ára og eldri.

Lesa meira

Flash Hótel er góð 4ra stjörnu gisting á besta stað á Benidorm í um 5 mínútna göngufjarlægð frá ströndinni og 15-20 mínútna ganga í gamla bæninn. Nútímaleg og vel útbúin herbergi eru á hótelinu. Þetta hótel er eingöngu fyrir 18 ára og eldri.

Lesa meira

Hótel Helios Benidorm er 3ja stjörnu hótel staðsett um það bil 410 metrum frá Levante ströndinni og stutt frá lífinu á Benidorm. Hótelið var tekið í gegn 2017-2018 og eru herbergin einföld og rúmgóð.  Hægt er að velja um hálft fæði eða fullt fæði.

Lesa meira

Hótel Los Alamos er góð 4ra stjörnu hótelgisting staðsett á frábærum stað á Benidorm. Stutt í gamla bæinn og á ströndina. Góð og snyrtileg herbergi eru á hótelinu, búin helstu þægindum eins og sjónvarpi, öryggishólfi og síma. Snyrtileg baðherbergi og svalir á öllum herbergjum.

Lesa meira

Suitopia Sol Y Mar Suites er fínt 4* hótel í Calpe. Hótelið er staðsett á miðjusvæði Calpe og örstutt á ströndina. Gott fjölskylduhótel með leiksvæði fyrir börnin.

Lesa meira

Les Dunes Comodoro er 4ra stjörnu hótel staðsett á Levante ströndinni á Benidorm. Frá hótelinu er stutt í það allra helsta, t.d. bari og verslanir. Næsti golfvöllur er í um 10 min akstursfjarlægð.

Lesa meira

Hótel Port Alicante er 4ra stjörnu hótel, staðsett um 600 m frá ströndinni og um 5 km frá miðbæ Alicante. Fín sólbaðsaðstaða, sundlaug, vel útbúin herbergi, veitingastaður og kaffihús eru á hótelinu. 

Lesa meira

El Plantio Golf Resort er vinsælt 4 stjörnu golfhótel staðsett í um 10 min fjarlægð frá Alicante flugvelli. Stutt í Benidorm, Albir og fleiri staði. Vel útbúnar íbúðir með tveimur svefnherbergjum. Sundlaugar, sólbaðsaðstaða og veitingastaður. Flottir golfvellir og æfingaaðstaða.

Lesa meira

Nútímalegt 4 stjörnu hótel staðsett í vinsæla hverfinu Rincón de Loix, 300 metrum frá Levante ströndinni og um 750 metrum frá miðbæ Benidorm. Stílhrein herbergi, fín aðstaða sólbaðsaðstaða og veitingastaður. Hótelið er eingöngu fyrir 16 ára og eldri.

Lesa meira

H10 Porto Poniente er nýlegt og afar fallegt 4 stjörnu hótel vel staðsett við Poniente ströndina.  Á hótelinu eru 2 sundlaugar með glæsilegt útsýni yfir hafið, heilsulind og líkamsræktar aðstaða 

Lesa meira

Casa Alberola Alicante Curio Collection by Hilton er 4 stjörnu hótel, mjög vel staðsett, nálægt smábátahöfninni í Alicante og Eslandade of Spain og Canalejas Park.  Santa Barbara kastalinn í 2ja km fjarlægð

Lesa meira

Mercure Benidorm er staðsett rétt við Poniente ströndina.  Hótelið var tekið í gegn og opnaði aftur í júní 2022.  

Lesa meira

Milords Suites íbúðargistingin er einstaklega vel staðsett í hjarta gamla bæjarins á Benidorm. Íbúðargistingin er ein af örfáum gistingum sem nær að sameina óviðjafanlega stemmingu gamla bæjarhluta Benidorm og það að vera nánast á ströndinni.

Lesa meira

Hótel Oasis Plaza er vel staðsett 3ja stjörnu hótel í gamla bænum á Benidorm, rétt fyrir ofan Poniente ströndina í Marina Baja hverfinu um 350 m frá Ponienteströndinni. Á hótelinu er bar og veitingastaður.

Lesa meira

Gala Palacida er einfalt, huggulegt og nýlega uppgert 3 stjörnu hótel rétt við Levante ströndina. Notalegur sundlaugagarður með ágætis sólbaðsaðstöðu. 

Lesa meira

Hótel Dynastic er gott 3ja stjörnu hótel staðsett u.þ.b. 500 metra frá Levante ströndinni á Rincón de Loix svæðinu. Fjöldi veitingahúsa, skemmtistaða og verslana eru í næsta nágrenni. 

Lesa meira

Albir Garden Resort er staðsett á fallegu svæði í miðbæ Albír. Aqua garden Park sundlaugargarðurinn er rétt hjá hótelinu og frír aðgangur fyrir hótelgesti. 

Lesa meira

Sol Pelicanos er staðsett á fínum stað á Levante ströndinni í Rincon de Loix hverfinu aðeins 300 metra frá ströndinni.

Lesa meira

Hótel Maya er gott 3ja stjörnu hótel staðsett stutt frá mörgum áhugaverðum stöðum svo sem Santa Barbara kastalanum, listasafni og Plaza Mar verslunarmiðstöðinni og um 750 metra frá ströndinni. Snyrtilegur sundlaugagarður og líkamsræktarstöð. 

Lesa meira

Prince Park er 3ja stjörnu hótel staðsett í um 800 metrum frá gamla bænum á Benidorm. Snyrtileg og björt herbergi og góður garður með sólbaðsaðstöðu og útisundlaug. Á hótelinu er veitingastaður með hlaðborð og bar. 

Lesa meira

Hótel Alone er tilvalinn áfangastaður til að njóta sólarinnar og strönd með maka, vinum eða fjölskyldu. Á hótelinu er sundlaug, veitingastaður, úrval skemmtunar og góð sólbaðsaðstaða.
Það er staðsett 500 metra frá ströndinni og 2 km frá Benidorm. 

Lesa meira

Hótel Poseidon Resort er prýðilegt 3ja stjörnu hótel staðsett rétt við Levante ströndina. Það er auðvelt að njóta sín hvort sem það er á ströndinni, í sundlaugunum tveimur sem eru í garðinum eða bara í garðinum sjálfum.

Lesa meira

Poseidon Playa er einföld 3ja stjörnu gisting sem er í göngufæri við ströndina. Öll herbergin snúa að Miðjarðarhafinu, svo hægt er að fara í sólbað á svölunum, við sundlaugina eða á ströndinni.
Á hótelinu er m.a. hlaðborðsveitingastaður, bar, skemmtidagskrá og barnaklúbbur. 

Lesa meira

Hotel Primavera Park er 3 stjörnu hótel staðsett á Benidorm, Spáni. Hótelið er staðsett í aðeins 450 m fjarlægð frá Levante ströndinni. 2 sundlaugar og góð sólbaðsaðstaða bjóða gesti velkomna til að njóta slökunar og veðurs á Benidorm.

Lesa meira

Apartmentos Halley er gott íbúðahótel staðsett á Benidorm. Hótelið er 17 hæðir og eru 4 íbúðir á hverri hæð, 2 lyftur. Garður er fyrir framan húsið með 2 sundlaugum og sólbaðsaðstöðu.

Lesa meira

Amalia er 2ja stjörnu íbúðagisting staðsett um 350 metra frá Playa de Levante ströndinni. Lítill garður með sundlaug og bar er við gistinguna. Íbúðirnar eru nýtískulegar og bjartar með einu svefnherbergi, búnar eldhúsi með örbylgjuofni, helluborði og ísskáp.

Lesa meira

Buenos Aires er 2ja stjörnu íbúðagisting á Benidorm staðsett í um 10 -15 min göngu fjarlægð frá Levante ströndinni. Fínn valkostur fyrir fjölskyldur, íbúðir með tveimur svefnherbergjum.

Lesa meira

Maryciel er gott 2 stjörnu íbúðarhótel staðsett á Benidorm. Hótelið er vel staðsett og situr í aðeins 250 m frá Levante strönd. Sundlaug og góð sólbaðsaðstaða eru á gististaðnum fyrir gesti. 

Lesa meira