Altea: kyrrlát athvarf fjölskyldunnar
Steinsnar frá fjörugri strandborginni Benidorm bíður bærinn blómlegi Altea, sem stundum er kallaður hið kyrrláta athvarf listamannsins. Þar heilla helst þröngar götur í gamla bænum og fyrsta flokks veitingastaðir sem seiða til sín ferðalanga í leit að sönnum spænskum anda.
COSTA BLANCA SVÆÐIÐ
- Albír
- Alicante
- Altea
- Benidorm
- Calpe
- Flogið til Alicante (ALC)
- Flugtími +/-4 klst.
- Akstur til Altea 30 mín.
- Tungumál: Spænska
- Gjaldmiðill: Evra
- Sumarhiti: 28+°C
- Vetrarhiti: 16+°C
- Milt og gott vor og haust
- Tími: +2 sumar +1 vetur
- Landkóði: +34



Altea er tilvalið að setjast niður og njóta, borða ekta spænskt tapas og kannski eina sangriu. Ströndin á Altea er líka frábær en hún er í rauninni samblanda af sandi og steinvölum sem hentar vel til sólbaða eða strand- og sjávarleikja.
Þar er einnig starfræktur eini seglbrettaskóli svæðisins, ásamt frábærum köfunarskóla. Á sumrin slá listamenn frá Altea svo upp skemmtilegum markaði á ströndinni við Altea. Strandlengjan í Altea er mjög falleg og alveg einstök upplifun fyrir fjölskylduna að eiga þar góðar stundir saman.
Yfir sumarmánuðina iðar bærinn af lífi og þá má finna litla markaði þar sem listamenn bæjarins selja vörur sínar og ýmislegt annað spennandi. Gamli bærinn í Altea er þó það sem stendur uppi hjá flestum sem þangað sækja. Þar er að finna litlar, sjarmerandi verslanir þar sem hægt er að gera góð kaup. Ekki er heldur langt að sækja í stórar verslunarmiðstöðvar Benidorm.
Afþreying í seilingarfjarlægð
Á Benidorm leiðist engum. Enda hefur staðurinn næstum því hundrað ára reynslu af því að skemmta ferðalöngum. Strætisvagnar ganga frá Benedorm til Altea og einungis 25 mínútna akstur er frá Altea til gamla bæjarins í Benedorm. Þar er til dæmis hægt að heimsækja dýragarðinn Terra Natura en, þar er að finna öll dýr frumskógarins. Mundið bara eftir sólarvörninni, því á Benidorm er sól nær allan ársins hring.
Náttúrulífsgarðinn Mundomar hafa krakkar alltaf gaman að. Garðurinn var stofnaður árið 1996 og er heimili meira en áttatíu dýrategunda. Terra mitica er svo einn frægasti skemmtigarður heims, staðsettur steinsnar frá Benidorm. Garðinum er skipt upp í ævintýraveraldir þar sem hægt er að kynnast sögu Grikklands, Egyptalands, Rómar og fleiri menningarsvæða meðan farið er í ótal tæki.
Altea er frábær, fjölskylduvænn áfangastaður þar sem börn og fullorðnir geta upplifað ekta spænska stemningu, slakað á og búið til minningar sem lifa.
Innifalið í verði: Flug, flugvallarskattar, farangur, gisting, íslensk fararstjórn og 24/7 þjónustusími.
Boðið uppá fjölbreyttar skoðunarferðir með fararstjóra. Akstur til og frá flugvelli er valkvæð þjónusta.



Gistingar á Costa Blanca svæðinu

Hótel SH Villa Gadea er snyrtileg og góð 5 stjörnu gisting staðsett rétt fyrir utan Altea. Falleg náttúra, útsýni og rólegheit einkenna þetta svæði og gistinguna sjálfa. Fallegt og vel hannað 5 stjörnu hótel í rólegu umhverfi. ATH að hótelið verður lokað frá 18. nóvember til 5. desember vegna viðhalds.

Albir Garden Resort er nýlega uppgert að hluta til (Premium herbergin uppgerð ), með rúmgóðum og snyrtilegum íbúðum. Albir Garden Resort er staðsett í Albir og er 15-20 mínútna ganga niður á ströndina.
Stór garður, opin svæði, leiksvæði, sundlaugagarður, Spa, veitingastaður sem býður uppá hlaðborð með

Magic Robin Hood er 3ja stjörnu skemmtilegt og nýlegt fjölskylduhótel staðsett við gamla veginn á milli Benidorm og Albir. Vatnsrennibrautagarður og fjölskylduvænt hótel. Herbergin eru í litlum smáhýsum, notaleg og með skemmtilegum innréttingum, fallega hönnuð og rúmgóð. Allt svæðið er í ævintýrastíl.

Paraiso Centro er snyrtilegt, einfalt og mjög vel staðsett íbúðagisting stutt frá gamla bænum í Benidorm. Einfaldar, snyrtilegar og rúmgóðar íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum, eldhúsi, baði, stofu og svölum sem snúa út í garð. Stutt er í alla þjónustu, t.d. matvörumarkaðinn Mercadona, banka og verslanir.