Benidorm

Les Dunes Comodoro er 4ra stjörnu hótel staðsett á Levante ströndinni á Benidorm. Frá hótelinu er stutt í það allra helsta, t.d. bari og verslanir. Næsti golfvöllur er í um 10 min akstursfjarlægð.

GISTING 

Junior svíta með 1 svefnherbergi og svefnsófa í stofunni. Á herberginu er loftkæling,  ísskápur, örbylgjuofn, kaffivél og hraðsuðuketill. Fínt baðherbergi með sturtu og hárþurrku. Á svölunum má finna borð, stóla og sólbekki.

AÐSTAÐA

Við hótelið er sundlaug með sólbaðsaðstöðu, líkamsrækt og sauna. Gestir hótelsins þurfa ekkert að greiða fyrir líkamsrækt né saunu.

AFÞREYING

Lifandi tónlist og stutt í ströndina. Hægt er leigja hjól gegn gjaldi og svo er stutt í næsta golfvöll.

VEITINGAR

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður og a la carte veitingastaður. Á hlaðborðsveitingastaðnum er í boði morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur.

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett við Levante ströndina á Benidorm og um 45 min fjarlægð frá Alicante flugvellinum.

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 

 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og gististaða á Benidorm, Albir, Altea og Calpe á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með nokkra daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

Upplýsingar

Carrer del Metge Don Miguel Martorell, 1, 03503, Spain

Kort