Albír: vinalegur og fjölskylduvænn smábær
Ferðatímabil: Beint flug til Alicante frá og með 26. mars til 2. októbers. Flogið er með ítalska flugfélaginu Neos.
Í mars, apríl og maí er flogið á 7-8 daga fresti en í júní, júlí og ágúst tvisvar í viku.
Albír er lítill, fallegur strandbær staðsettur steinsnar frá is og þys Benidorm. Albír er góður áfangastaður fyrir þá sem vilja koma endurnærðir og fullir af nýrri orku úr sólarfríinu. Hér getur fjölskyldan slakað á og notið þess besta sem spænsk menning hefur upp á að bjóða. Falleg strandlengjan tilvalin til þess að sóla sig á, sjórinn er tær og fallegur og börnin njóta sín í mildri sólinni. Á sumrin slá listamenn frá Altea upp skemmtilegum markaði á ströndinni við Albír.
COSTA BLANCA SVÆÐIÐ
- Albír
- Alicante
- Altea
- Benidorm
- Calpe
- Flogið til Alicante (ALC)
- Flugtími +/-4 klst.
- Akstur til Albír 45 mín.
- Tungumál: Spænska
- Gjaldmiðill: Evra
- Sumarhiti: 28+°C
- Vetrarhiti: 16+°C
- Milt og gott vor og haust
- Tími: +2 sumar +1 vetur
- Landkóði: +34



Spænskur draumur
Það má í raun segja að litlu, steinsteyptu göturnar og lágreist húsin séu í hróplegri mótsögn við stórhýsi Benidorm. Ströndin er einstaklega falleg sambanda af sandi og steinvölum sem hentar vel til bæði sól- og sjóbaða. Hún hefur líka fengið viðurkenningar fyrir að vera sérlega hrein og tær.
Fjölskyldan tekur ástfóstri við þennan ljúfa smábæ frá fyrsta degi enda er auðvelt að njóta lífsins í frið og ró fjarri þys stórborga. Góð kaffihús, girnilegur matur, líflegar krár og verslanir einkenna bæinn. Tilvalið er svo að taka sér dag eða tvo í borginni, eða kanna svæðið í kring. Fyrir þá atorkusömu er kjörið að ganga, skokka eða jafnvel renna sér á línuskautum á göngustígnum sem liggur meðfram ströndinni. Eins getur verið góð skemmtun að leigja bíl eða hjól og kanna svæðið í kringum bæinn.
Fjölbreytt skemmtun
Ekki er langt að sækja að komast í fjörið á Benidorm. Samgöngur á svæðinu eru góðar og frá Albir er einungis 25 mínútna akstur til gamla bæjarins í Benidorm. Á Benidorm er alltaf nóg við að vera, þar eru ótal skemmtigarðar, næturklúbbar og frábærir veitingastaðir.
Skemmtigarðar
Dýragarðinn Terra Natura ætti enginn að láta fram hjá sér fara, þar er að finna öll dýr frumskógarins. Munið bara eftir sólarvörninni, því á Albír er sól nær allan ársins hring. Heimsókn í sædýragarðinn Mundomar gleymir enginn. Garðurinn var stofnaður árið 1996 og er heimili yfir þrjátíu dýrategunda. Terra mitica er svo einn frægasti skemmtigarður heims. Garðurinn skiptist í ævintýraveraldir, hver með sitt þema. Þar er hægt að kynnast sögu Grikklands, Egyptalands, Rómar og fleiri menningarsvæða og fara í ótal skemmtileg tæki. Aqualandia er stór vatnsrennibrautargarður þar sem bæði krakkar og fullorðnir skemmta sér konunglega vatnsrennibrautum og sundlaugum. Þetta er einungis lítið brot af þeirri fjölbreyttu skemmtun sem er í boði á Costa Blanca svæðinu fyrir alla aldurshópa.
Stórbrotin náttúra
Mikið af fallegum gönguleiðum er í og kringum Albír fyrir þá atorkusömu. Sierra Helada svæðið er örstutt frá Albir, þar er stórbrotið útsýni, klettar, gróður og hafið stórt og óendanlegt. Gönguleiðirnar eru fjölbreyttar og leiða flestar að hinum víðfræga Albir-vita. Við mælum með því að göngugarpar taki með sér betri skónna og kanni þetta fallega svæði, nú eða fari í nestisferð með krakkana. Ekki gleyma myndavélinni, því útsýnið er vel þess virði að festa á filmu.
Töfrandi spænskir smábæir
Frá Albír er aðeins um 25 mínútna akstur inn í gamla bæinn á Benidorm. Einnig ganga strætisvagnar til Benidorm og Altea. Örstutt er frá Albír til Altea, sem stundum er kallaður bær listamannsins og er þekktur heillandi andrúmsloft og fyrsta flokks veitingahús. Líkt og Albír er Altea frábær áfangastaður fyrir fjölskyldur sem vilja eiga sér kyrrlátt athvarf í fríinu. Það er þó líka einstakt að eiga dagstund í Altea, ganga um fallegar, þröngar göturnar og smakka ekta tapas. Þar er líka starfræktur eini seglbrettaskóli svæðisins. Aðrir fallegir, litlir bæir og fjallaþorp eru staðsett stutt frá Albir og tilvalið er að nýta tímann og kanna.
Innifalið í verði: Flug, flugvallarskattar, farangur, gisting, íslensk fararstjórn og 24/7 þjónustusími.
Boðið uppá fjölbreyttar skoðunarferðir með fararstjóra. Akstur til og frá flugvelli er valkvæð þjónusta.



Gistingar á Costa Blanca svæðinu

Hótel SH Villa Gadea er snyrtileg og góð 5 stjörnu gisting staðsett rétt fyrir utan Altea. Falleg náttúra, útsýni og rólegheit einkenna þetta svæði og gistinguna sjálfa. Fallegt og vel hannað 5 stjörnu hótel í rólegu umhverfi. ATH að hótelið verður lokað frá 18. nóvember til 5. desember vegna viðhalds.

Albir Garden Resort er nýlega uppgert að hluta til (Premium herbergin uppgerð ), með rúmgóðum og snyrtilegum íbúðum. Albir Garden Resort er staðsett í Albir og er 15-20 mínútna ganga niður á ströndina.
Stór garður, opin svæði, leiksvæði, sundlaugagarður, Spa, veitingastaður sem býður uppá hlaðborð með

Magic Robin Hood er 3ja stjörnu skemmtilegt og nýlegt fjölskylduhótel staðsett við gamla veginn á milli Benidorm og Albir. Vatnsrennibrautagarður og fjölskylduvænt hótel. Herbergin eru í litlum smáhýsum, notaleg og með skemmtilegum innréttingum, fallega hönnuð og rúmgóð. Allt svæðið er í ævintýrastíl.

Paraiso Centro er snyrtilegt, einfalt og mjög vel staðsett íbúðagisting stutt frá gamla bænum í Benidorm. Einfaldar, snyrtilegar og rúmgóðar íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum, eldhúsi, baði, stofu og svölum sem snúa út í garð. Stutt er í alla þjónustu, t.d. matvörumarkaðinn Mercadona, banka og verslanir.