Hótel Port Alicante er 4ra stjörnu hótel, staðsett um 600 m frá ströndinni og um 5 km frá miðbæ Alicante. Fín sólbaðsaðstaða, sundlaug, veitingastaður og kaffihús eru á hótelinu.
GISTING
Herbergin eru vel útbúin með öryggishólfi, wi-fi, loftkælingu, sjónvarpi, og hárþurrku. Í boði er tvíbýli eða fjölskylduherbergi. ATH engar svalir eru á herbergjum.
AÐSTAÐA
Við hótelið er sundlaug ásamt sólbaðsaðstöðu, partur af lauginni er grynnri fyrir yngri gesti hótelsins, leikvöllur og stutt í ströndina.
AFÞREYING
Í boði er skemmtidagskrá, hjólaleiga, golfvöllur í 3 km fjarlægð og líkamsrækt á hótelinu. Einnig er auðvelt að kíkja á lífið sem borgin býður upp á en um 5 km er í miðbæ Alicante frá hótelinu.
VEITINGAR
Veitingastaður hótelsins býður upp á úrval rétta, einnig er kaffihús þar sem hægt er að slaka á í ró og næði og að lokum er bar.
FYRIR BÖRNIN
Grunn laug fyrir börnin ásamt leikvelli.
STAÐSETNING
Hótelið er staðsett um 600 metra frá ströndinni og um 5 km frá miðbæ Alicante.
Upplýsingar
Av de Cataluña, 20, 03540 Alicante (Alacant), Alicante, Spánn
Kort