Almería: sumarstaður fjölskyldunnar

Almería er í Andalúsíu á Spáni - flogið er til Almería flugvallar.
Sólríkar strendur, hvítkölkuð hús og seiðandi flamenco tónlist. Þetta er Almería, paradís fjölskyldunnar. Borgin er staðsett í næststærsta héraði Spánar, Andalúsíu sem býr yfir einstakri veðurblíðu og óviðjafnanlegum ströndum. Þar er líka stórbrotið landslag, iðandi menning og elskulegt fólk. Í austurhluta héraðsins við tært Miðjarðarhafið stendur svo Almeria.

Gististaðir okkar eru við hina dásamlegu strönd Roquetas de Mar.  

Almería er best fyrir:

  • Roquetas De Mar ströndina
  • Spænska menningu
  • Mikið um "Allt innifalið" gistingar
  • Fjölskylduvænt umhverfi

 

  • Flogið til Almería 
  • Flugtími 4+/- klst.
  • Akstur til Roquetas de Mar 30 mín.
  • Tungumál: Spænska
  • Gjaldmiðill: Evra 

 

  • Sumarhiti: Allt að 30°C
  • Sumaráfangastaður
  • Tími: +2 sumar 
  • Landkóði: +34 

 

Spænska borgin Almeria á sér langa sögu, sem rekja má allt aftur til ársins 955. Í dag búa þar um 200 þúsund manns. Í kringum borgina er svo aragrúi lítilla, spænskra þorpa sem hvert ber sitt eigið einkenni og sjarma.

Töfrandi strandbær

Í 18 kílómetra fjarlægð frá borginni Almeria er strandbærinn Roquetas de Mar, sem er einstaklega fjölskylduvænn áfangastaður með úrvalsgististöðum. Í bænum búa einungis um 66 þúsund manns og fléttast líf íbúans og ferðamannsins saman í líflegri fléttu. Það er alltaf nóg um að vera í Roquetas de Mar og það má sega að þar upplifi fjölskyldan hina einstöku spænsku menningu.

Bærinn sjálfur hefur orð á sér fyrir að vera snyrtilegur og yfirvöld passa að öllu sé vel við haldið. Meðfram ströndinni liggur skemmtileg göngugata sem ferðalangar geta notið þess að spóka sig, horfa yfir hafið og smakka dýrðir Spánar. Í borginni má líka finna fjölda veitingahúsa, verslana, pöbba, skemmtistaði og 18 holu golfvöll sem staðsettur er í miðjum bænum.

Allir finna sitt á Almeria

Það leiðist engum í Almeria. Ótrúlegt úrval afþreyingar er á boðstólum, bæði í Roquetast de Mar, í borginni Almeria og bæjunum þar í kring. Sem dæmi má nefna að í Roquetas de Mar má finna vatnsrennibrautargarð, sædýrasafn, go-kart braut, sérstök línuskautasvæði, fallega smábátahöfn og lítinn barnaskemmtigarð fyrir yngstu ferðalangana. Yngri kynslóðin nýtur sín því sérstaklega vel í þessum fallega litla strandbæ.

Frábærir verslunarmöguleikar

Í Roquetas de Mar er einnig að finna stærsta verslunarhús Andalúsíu héraðsins, Gran Plaza. Þar eru til að mynda verslanir á borð við H&M, Massimo Dutti, Casa, Pull & Bear, Jack & Jones, Toys R Us og auðvitað Zara. Í heildina eru verslanir í verslunarhúsinu 125 og gefur því auga leið að úrvalið er mjög fjölbreytt. Það ættu líka allir að finna eitthvað við sitt hæfi því þar er fjöldi veitingahúsa, leiktækjasalur, keiluhöll og 13 sala kvikmyndahús.

Alla fimmtudaga er haldinn útimarkaður í borginni þar sem fjölskyldan getur rölt meðal heimamanna og nælt sér í spænskar gersemar á góðu verði.

 

 

Fjölbreytt manníf

Fyrir þá sem sem vilja spóka sig um utan bæjarmarkanna býður svæðið í kringum Roquets de Mar upp á ótal möguleika. Akstur til Almeria tekur einungis um hálfa klukkustund. Á leiðinni má sjá stórbrotna náttúru og er dásamlega fallegt að aka meðfram klettóttri ströndinni til borgarinnar. Almeria sem er lífleg 200 þúsund manna borg býður upp á fjölbreytta skemmtun og því tilvalið að eyða góðum degi þar. Við mælum með því að fólk heimsæki Alcazaba virkið þar sem útsýni er yfir borgina. Ekki gleyma því að skoða fallegu garðana sem eru í kringum virkið sem byggt var á 10. öld af márum.

Tilvalið er svo að ganga Römbluna og spóka sig í mannhafinu. Þar er að finna fallega laufskrúðuga garða og litlar gönguleiðir sem teygja sig í átt að hafinu. Njótið ykkar undir skugga spánskra trjáa og ráfið jafnvel niður á strönd og setjist niður á einum fjölmargra bara sem þar er að finna. Góðar samgöngur eru á milli Roquetas de Mar og Almeria sem gerir ferðalagið á milli auðvelt.

Granada: Perla Andalúsíu

Það er ógleymanlegt að heimsækja borgina Granda, einn fallegasta stað Andalúsiu. Borgin er ein þekktasta og vinsælasta borg Spánar með magnaða sögu og yndislegt fólk. Granda var höfuðborg Andalúsiu á tímum mára, en arabar réðu yfir Granda í næstum 800 ár eða fram á 15 öld. Márarnir voru þekktir fyrir mikla snilli í byggingarlist og þar ber helst að nefna hina víðfrægu Alhambra höll, eða rauðu höllina. Borgin Granada er einnig á heimsminjaskrá Unesco og er að áliti margra einn af fallegustu stöðum heims. Fjallagarðurinn Siera Nevada umkringir borgina og þar má finna eitt þekktasta skíðasvæði Spánar.

Borgin er staðsett inni í landinu og tekur það tæpa tvo tíma að keyra til hennar frá Roquetas de Mar. Leiðin er dásamlega falleg og hægt er að keyra meðfram strandlengjunni. Við mælum með því að fjölskyldan smyrji sér nesti, leggi snemma af stað og eyði deginum í Granada, smakki tapas og spóki sig í mannhafinu áður en snúið er til baka síðla kvölds.

 

 

Gistingar á Roquetas de Mar

Protur Roquetas Hotel & Spa er glæsilegt 5 stjörnu hótel í nálægð við ströndina í Roquetas de Mar. Stutt er í alla þjónustu. Fallegur garður með góðri sólbaðsaðstöðu og glæsileg heilsulind. Frábær kostur fyrir þá sem vilja allt innifalið. 

Lesa meira

Golf Almerimar er nýlegt 5 stjörnu golfhótel staðsett við Almerimar golfvöllinn. Örstuttur gangur er niður að smábátahöfninni í Almeria og niður að sólbaðssandströnd. Góður kostur fyrir fjölskyldur sem vilja sameina afslöppun í sól og spila golf. 

Lesa meira

Hotel Neptuno er gott og vel staðsett 4ra stjörnu hótel um 300 metra frá ströndinni í Roquetas de Mar. Snyrtilegar, bjartar íbúðir með svölum. Í garðinum er stór sundlaug  með rennibraut og barnalaug. Fjölskylduvænt og gott hótel í nálægð við golfvöllinn Playa Serena. 

Lesa meira

Hotel Arena Center er hlýlegt 4ra stjörnu íbúðarhótel í göngufjarlægð frá ströndinni í Roquetas de Mar. Íbúðir með einu svefnherbergi. Á hótelinu eru tvær sundlaugar í garðinum, ein með heitum potti og önnur fyrir börnin. 

Lesa meira

Alua Golf Trinidad,  áður Roc Golf Trinidad, er frábærlega staðsett 4ra stjörnu hótel í Roquetas de Mar. Gengið er beint af hótelinu niður á strönd! Fjöldi verslana og veitingahúsa er í nágrenni hótelsins. Herbergi hótelsins eru nýlega uppgerð og öll sameiginleg aðstaða mjög góð. Frábær ko

Lesa meira

Hotel Mediterraneo Bay er fallegt 4ra stjörnu hótel frábærlega staðsett á ströndinni í Roquetas de Mar og í hjarta bæjarins. Á hótelinu er 1.100 fermetra sundlaug með barnalaug og nuddpotti. Skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna.  Maturinn á þessu hóteli er góður og úrvalið mikið.

Lesa meira

Zoraida Beach Resort Hotel er smekklega hannað 4ra stjörnu hótel með skemmtilegum garði, staðsett alveg við ströndina í Roquetas de Mar. Frábær staðsetning þar sem gengið er beint niður á strönd frá hótelinu. Stór og góður sundlaugargarður með vatnsrennibrautum fyrir krakka.

Lesa meira

Hotel Playasol er frábært 4ra stjörnu hótel við ströndina í Roquetas de Mar. Á hótelinu stór og fallegur garður með sundlaug, rennibrautum og fossum. Herbergin eru björt og fallega hönnuð. Mjög fjölskylduvænt hótel þar sem börnin fá að njóta sín. Gestir hafa val um hálft eða fullt fæði. 

Lesa meira

AR Almerimar er fjögurra stjörnu hótel staðsett við ströndina og aðeins 200 metrum frá smábátahöfninni. Hótelið er við hliðina á Almerimar golfvellinum sem er 27 holu golfvöllur. Í garði hótelsins er að finna góða aðstöðu til sólbaða með sólbekkjum og sólhlífum.

Lesa meira

Hotel Playalinda er gott 4 stjörnu hótel frábærlega staðsett við ströndina í Roquetas de Mar. Góður garður með sólbaðsaðstöðu og flottri sundlaug með rennibrautum. Á þessu hóteli er mikil dagskrá fyrir alla fjölskylduna og engum ætti að leiðast. 

Lesa meira

Hotel Best Roquetas, áður Hotel Playaluna, er gott 4ja stjörnu hótel staðsett við Playa Serena ströndina, hótelið býður uppá fjölbreytta þjónustu. Um 4 km er í miðbæ Roquetas de Mar. Góður garður með aðstöðu til sólbaða, hægt er að fá leigð handklæði á bekkina. Góð sundlaug með rennibraut o

Lesa meira

Bahia Serena er gott 4ra stjörnu íbúðahótel í  Roquetas de Mar. Stór sundlaug í garðinum og inni er lítil innilaug. Íbúðir með einu svefnherbergi, einfaldar en búnar öllum helstu þægindum. 

Lesa meira

Hotel Playacapricho, er skemmtilegt 4ra stjörnu hótel við ströndina. Garðurinn á þessu hóteli er mjög gróðursæll og fallegur með sundlaug og rennibrautum. Krakkaklúbbur er starfandi á hótelinu og íþróttir í boði fyrir fullorðna. Skemmtilegt hótel fyrir alla fjölskylduna. 

Lesa meira

Pierre Vacances er nýleg þriggja stjörnu íbúðagisting í Roquetas de Mar. Tvær sundlaugar eru í garðinum þar af önnur barnalaug. Íbúðir með 2 svefnherbergjum. Íbúðirnar eru staðsettar um 500m frá strönd. Frábær kostur fyrir stórar fjölskyldur í leit að góðri gistingu.

Lesa meira