Roquetas de Mar

Hotel Playacapricho, er gott 4ra stjörnu hótel staðsett í Roquetas de Mar. Í garðinum er góð útilaug með skemmtilegum rennibrautum og nuddpottum. Á hótelinu er barna og unglingaklúbbur starfandi og allir ættu að finna sitt hvað við sitt hæfi. 

GISTING 

Herbergin eru björt og snyrtileg með skrifborði, svölum eða verönd, sjónvarpi og síma. Öllum herbergjum fylgir sér baðherbergi með baðkari eða sturtu. Í herbergjum er bæði vifta og loftkæling eða kyndingu(árstíðarbundið). Herbergi eru þrifin daglega. Hægt er að fá barnarúm án endurgjalds en er það þó háð framboði. 

AÐSTAÐA

Skemmtilegur, gróðursæll garður þar sem tilvalið er að eyða heilu dögunum við það að sleikja sólina. Í garðinum er stór sundlaug með rennibrautum sem ætti að halda yngri kynslóðinni við efnið og nuddpottur fyrir þá eldri. Inni er upphituð sundlaug, sem er þó einungis opin yfir vetrarmánuðina. Hótelið er alveg við ströndina svo auðvelt er fyrir alla fjölskylduna að eyða degi þar. 

AFÞREYING 

Á hótelinu er reglulega skemmtidagskrá og íþróttadagskrá þar sem gestir geta m.a. farið í yoga á ströndinni eða dansað zumba. 

VEITINGASTAÐIR 

Valið er um morgunverð, hálft fæði eða allt innifalið. Á hótelinu er veitingastaður með fjölbreytt hlaðborð sem sérhæfir sig í hægelduðum mat. Á hótelinu er einnig bar. 

FYRIR BÖRNIN 

Börn skemmta sér vel á Playacapricho en á hótelinu er smá-klúbbur fyrir 4-6 ára, krakka-klúbbur fyrir 7-11 ára og sérklúbbur fyrir unglingana. Á hótelinu er einnig leikvöllur. 

STAÐSETNING 

Hótelið er vel staðsett, alveg við ströndina í Roquetas de Mar. Strætó og leigubílastöðvar eru í 50 m fjarlægð og 1,6 km eru í fínan golfvöll. 

AÐBÚNAÐUR Á PLAYACAPRICHO 

Lyfta

Útisundlaug 

Rennibrautar 

Innilaug(á veturnar)

Sólbekkir 

Leikvöllur

Skemmtidagskrá 

Barnaklúbbur 

Unglingaklúbbur

Mini-golf(gegn gjaldi) 

Ping-Pong(gegn gjaldi)

Hlaðborðsveitingastaður 

Bar 

Sundlaugabar

30 mínútna frítt internet í gestamóttöku. 

Þvottahús(gegn gjaldi)

Loftræsting/kynding 

Sjónvarp

Skrifborð 

Sími

Baðkar/sturta

Þrif 

Svalir/verönd

Hárþurrka

Vifta

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá er árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Av. de Playa Serena, s/n, 04740 Roquetas de Mar, Almería, Spánn

Kort