Fjölskylduferðir Sumarferða

Við hjá Sumarferðum höfum áralanga reynslu að skipuleggja og bóka sólarferðir fyrir fjölskyldur. Allt frá krakkaklúbbum og sundlaugargörðum til íbúðargistinga eða fjölskylduherbergja - viltu hálft fæði eða allt innifalið? 

 

Áfangastaðir okkar eru:

 • Alicante borg og strönd 
 • Costa Blanca strandlengjan með fallegum áfangastöðum eins og Albír, Altea, Benidorm og Calpe
 • Costa del Sol strandlengjan en þar eru Benalmadena, Fuengirola, Marbella og Torremolinos!
 • Gran Canaria / Kanarí: Enska ströndin og Maspalomas en þar eru einnig Puerto Rico og Puerto de Mogan
 • Gríska eyjan Krít, flogið til Chania en fallegir áfangastaðir eru milli Chania og Platanias. 
 • Tenerife: Ameríska ströndin, La Caleta, Costa Adeje, Los Cristianos ofl.
 • ATH: Madeira - beint flug 28. september til 7. október

 

Vissir þú að í pakkaferð með okkur er handfarangur og ferðataska innifalin í verði! 

  

Sólarferð fyrir stórfjölskylduna?

10+ farþegar - fáðu tilboð í þinn hóp! 

Bókið í tíma til að tryggja gistingu við hæfi. Mikilvægt að plana vel í tíma.  

Sendu okkur póst á info@sumarferdir.is með upplýsingum um hópinn:

 • Áfangastað
 • Dagsetningar / ferðatímabil 
 • Fjölda farþega
 • Aldur barna í hópnum
 • Hvernig farþegar skiptast niður á herbergi 

Fáðu gistingu og verð í þinn hóp!